Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 15
esket — ekki bara kroppen eller sjelen. Fólkið frá þessum skólum hefur orðið mjög gagnlegt fyr- ir norsku íþróttahreyfinguna um endilangan Noreg. Norska íþróttahreyfingin hefur haldið fjölmörg nám- skeið fyrir norska leiðtoga og leiðbeinendur. Þetta starf hef- ur tekið miklum breytingum síðastliðin ár og hefur ekki enn hlotið endalega lausn. Flest námskeiðin eru á vegum sér- sambandanna. Norsk íþróttamiðstöð. Þann 11. des. 1966, verður að telja hér eftir merkisdag í norskri íþróttasögu, því að þá var íþróttamiðstöðin í Dombás opnuð, og verður tekin í notk- un í ársbyrjun 1967. I Dombás verða haldin námskeið í vetrar- og sumaríþróttum. Staðurinn verður einnig notaður, sem þjálfunar miðstöð fyrir íþrótta- fólk, sumar, vetur, vor og haust. Hægt er að taka á móti 30 gestum, er deilt er í 15 tveggja manna herbergi, í þrem- ur húsum. Staðurinn hefur upp á að bjóða, setustofu, matstofu, kennslustofu, íþróttasal, bað- stofu, íþróttavöll fyrir knatt- leiki og frjálsar íþróttir. Að- staða til iðkana vetraríþrótta er góð og f jölbreytileg. Á staðn- um verður rannsóknarstöð fyr- ir íþróttavísindi og margvísleg- ar getu- og þrekmælingar. Dombás liggur 343 km frá Oslo, 210 km frá Þrándheimi og 114 km frá Ándalsnesi, en þaðan liggur samgönguæðin til vestur Noregs. Lega staðarins er því heppileg. Með stofnun þessarar nýju íþróttamiðstöðvar sjá Norð- menn gamlan draum rætast um sitt Vierumáki, sinn Bosön. Önnur minni íþróttamiðstöð hefur nú einnig verið tekin í notkun uppi í Narvik, við Burdufoss. Norski íþróttakennaraskólinn í Oslo er að hef ja nýjan áfanga eftir þröngbýlið í Oslo, og er þaðan að vænta margra nýj- unga á næstu árum. Á Blindern starfar merk vís- indastofnun á vegrnn íþrótta, iðnaðar og flugs. Sú vísindastöð er styrk stoð fyrir norskar í- þróttir. Kirke og undervisningsdep- artementet statens ungdoms- og idrottskontor í Oslo, hefur í senn verið miðstöð íþrótta- fræða og hagnýt stofnun fyr- ir almenning, með bókaútgáfu sinni. Norsku samböndin hafa einnig gefið út ýmsar kennslu- bækur við hæfi þeirra, er nám- skeiða njóta á vegum samband- anna í sérgreinum og sérgreina þjálfun. Svíþjóð. 1 Svíþjóð hefur verið fjöl- skrúðugt íþróttalíf um mjög langt skeið. „Iþróttir fyrir alla“ hefur lengi verið þeirra kjörorð. Árið 1922 voru fyrstu æf- ingabúðirnar fyrir leikfimi stofnaðar í suður Svíþjóð. Hvatamaður var Berg V. Linde. Eftir það voru haldin fjölmörg námskeið víða um landið. Þeim var ætlað það hlutverk að ala upp leiðbeinendur, þjálfa fim- leikafólk, æfa og þjálfa dóm- ara í leikfimi, og síðast en ekki síst að kynna leikfimina. Nám- skeið þessi voru mjög fjölsótt, ekki sízt námskeið úrvalsfólks að Malmahed í Sörmlandi. Nám- skeiðin þar voru sótt af fólki frá flestum hornum heims. Þátttaka frá 20—30 þjóðum var ekki svo óalgeng. Upp úr þessum jarðvegi spruttu Ling-mótin, Lingiad- erna, sem um skeið voru stærstu heimsmótin í leikfimi. Þau heimsmót er við tóku af Lings- mótunum voru gymnastradar mótin. Síðasta mót þeirrar teg- undar var haldið í Austurríki fyrir ári síðan. Um langt skeið báru lýðhá- skólarnir sænsku uppi íþrótta- lega menningu á sama hátt og þeir dönsku og norsku, og höfðu sumir þeirra sérstakar íþrótta- deildir. Sænska íþróttasambandið hóf fyrst að halda fjölþætt nám- skeið fyrir íþrótta leiðbeinend- ur 1935, og voru þau haldin að Malmahed. Áður höfðu tíðum tíðum verið haldin minni nám- skeið að Strömsborg, bækistöð sambandanna í Stokkhólmi, allt frá 1923. Árið 1939 hóf ríkisíþrótta- sambandið rekstur eigin skóla að Bosön, er starfað hefur þar síðan. íþróttamannvirkjum var komið upp að nokkru fyrir ríkisstyrk. Staðurinn var að öðru leyti gefinn, með til heyr- andi húsnæði af velunnara sambandsins. Bosön er þekkt skólasetur um alla álfuna. Rektor er gym. dir. Pontus Lindberg og hefur lengst af veitt stofnuninni for- stöðu. Bosön er þjálfunarmið- stöð Svía fyrir hverskonar íþróttir og fara þar oft fram mörg námskeið samtímis. Nám- skeiðin eru fyrir leiðbeinendur, leiðtoga, þjálfara og kennara. Þessi námskeið eru án efa ein þau beztu sinnar tegundar í 235

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.