Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 16

Íþróttablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 16
álfunni. Stutt er til Stokkhólms og fræðimenn og vísindamenn, kennarar og leiðtogar frá kennslu- og vísindastofnunum Stokkhólmsborgar, óþreytandi að skreppa út að Bosön og veita þar dýrmæta fræðslu á hvers- konar námskeiðum. Á Bosön eru þátttakendur námskeiðanna þrekprófaðir og tekið hjarta línurit, sem er einn liður í rann- sóknrnn Svía í þágu íþróttanna nú um langt skeið. Síðastliðin 4 ár hefur verið rekinn íþróttaskóli á vetrum á Bosön. Nemendur hafa verið fáir, en fengið mjög góða þjálf- un og kennslu. Þeir útskrifast sem leiðbeinendur. Lillsved gymnastik folkhög- skola tók til starfa 1937. Aðset- ur hans er á Vármdö, skammt fyrir utan Stokkhólm. Rektor þar er phil. mag. gymn. dir. Erik Westergren, og hefur veitt skólanum forstöðu um langt árabil. Skólinn starfar á vetrum sem leiðbeinendaskóli í leikfimi. Hann er eign sænska fimleika- sambandsins og var staðurinn upphaflega gefinn, en húsakost- ur byggður fyrir fé sambands- ins og ríkisstyrk. Skólinn er eitt aðal vígi sænskra fimleika, og nemendur skólans unnið ómetanlegt gagn sem leiðbeinendur í leikfimi í Svíþjóð. Rektor skólans er víð- kunnur fyrir ritstörf og út- gáfu fræði- og kennslubóka, bæði í þágu skólans og sam- bandsins. Á sumrin stendur skólinn fyr- ir námskeiðum í leikfimi. Þar eru haldin nýbyrjenda-nám- skeið og framhalds-námskeið fyrir fimleika fólk, leiðbeinend- ur og kennara. Á námskeiðum njóta nem- endur kennslu færustu kenn- ara, bæði innlendra og er- lendra. Þrátt fyrir þennan skóla heldur fimleikasambandið fjöl- mörg námskeið á öðrum stöð- um. Helztu staðarnir eru enn sem fyrr, Malmahed í Sörm- landi og Lingvallen á Skáni. 1 röska 3 áratugi hefur ver- ið rekin sérstök íþróttamiðstöð, raunar að mestu í einkaeign, en það er íþróttamiðstöðin í Váladalen í Jámtalandi, er vax- ið hefur upp og aukið hróður sinn undir stjórn Olanders. Staðurinn er þekktur um allar jarðir og fjölsóttur af útlend- ingum, bæði til iðkunnar vetrar- og sumaríþrótta. Á síðastliðnu hausti tók til starfa nýr íþróttakennaraskóli í Örebro. Svíar hafa því tvo íþróttakennaraskóla. Kennslu- fyrirkomulag er svipað, báðir tveggja ára skólar, en öðrum þeirra er ætlað það hlutverk að þjálfa menn og sérmennta á þá lund, að þeir verði hæfir til að taka að sér sérfræðileg og ráð- gefandi störf fyrir sambönd. Auk þess lögð meiri áherzla á sérhæfingu í íþróttum. Svíar eiga margar háþróaðar vísindastofnanir, er vinna að rannsóknum í þágu íþróttanna. Nefna mætti lífeðlisfræðideildir þær, er starfa samhliða G.C.I., og starfa að íþróttalegum rann- sóknum fyrir iðnaðinn og flug- ið. Þar starfa og hafa starfað ýmsir heimskunnir menn t. d. Huwii Christensen, Per Olof Ástrand, Nils Lundgren, Vil- helm Döblen, Benkt Saltin o. fl. Karolinska sjúkrahúsið hef- ur um langt skeið rekið um- fangsmiklar rannsóknir í þágu íþróttafræða. Þar ber hæst prófessor dr. med. Torgny Sjöstrand. Þá mætti nefna Folksams forskningsrád, en það hefur staðið fyrir merkum rannsókn- um og gefið út nokkrar athygl- isverðar bækur. Ef til vill má ekki gleyma starfsemi þeirri er poleklinik ríkisíþróttasambandsins hefur lagt af mörkum í þágu íþrótt- anna. Á vegum hennar var haldin ráðstefna sameinuðu þjóðanna í Stokkhólmi 1962, um efnið „líkamsgeta í hlutfalli við aldur og kyn.“ ÞekJcing er máttur. Án sífelldrar þekkingarleitar geta ríkisskólarnir ekki leyst hlutverk sitt af hendi. Að hafa sífellt það er sannara reynist sem markmið og stefnumið. Og án vel menntaðra kenn- ara ,sem fylgjast með framför- um og þróun íþrótta á breiðum grunni í heiminum, geta sér- hæfir íþróttaskólar og nám- skeið sambanda ekki notið þess forða þekkingar og fræðslu, sem er nú á dögum nauðsyn, til að fylgjast með þjálffræði- legum og tæknilegum framför- um í nútímaíþróttum, og öllu því er þar að lýtur. Iþróttir eru ekki aðeins ein grein vísinda, heldur margar. Þær helztu eru, eins og á dög- um Lings og annarra renesans- manna nútímaíþrótta, líffræði, lífeðlisfræði, lífefnafræði, upp- eldisfræði sálarfræði, hreyfi- fræði, kennslufræði, tækni- fræði o. fl. o.fl. Án þekkingar næst ekki veru- legur árangur í íþróttum, er sambærilegur getur talist við árangur hjá þeim þjóðum, er 236

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.