Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 18

Íþróttablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 18
Formannafundur Í.S.Í.: Gísli Halldórsson heiðraður 12. nóvember s.l. var hald- inn fundur framkvæmdastjórn- ar ISÍ og formanna sérsam- banda ÍSl í Hótel Loftleiðum. Fundurinn hófst með því að forseti ISl, Gísli Halldórsson, minntist tveggja forystumanna íþróttasamtakanna sem látist hafa með stuttu millibili, þ.e. Benedikts G. Waage, heiðurs- forseta ÍSl og Erlings Pálsson- ar, formanns Sundsambands Is- lands. Heiðruðu fundarmenn minn- ingu þeirra með því að rísa úr sætum sínum. Á fundinum flutti forseti Norska íþróttasambandsins, John Chr. Schönheyder, mjög ítarlegt erindi um starf íþrótta- samtakanna í Noregi. Að erindi loknu svaraði hann fyrirspurn- um. Þá var tekið fyrir samþykkt íþróttaþings á Isafirði 1966 um byggingu íþróttamiðstöðvar á Suðurlandi. Framsögumenn myndinni eru talið frá vinstri: Kjartan Bergmann, Þorsteinn Einarsson, Guðjón Einarsson, John Chr. Schön- heyder, Gísli Halldórsson, Hermann Guðmundsson og Benedikt Jakobsson. John Chr. Schönheyder afhendir Gísla Halldórssyni heiðursmerkið. Til hægri eru Ásbjörn Sigurjónsson og Guðjón Einarsson.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.