Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1967, Page 26

Íþróttablaðið - 01.02.1967, Page 26
sinn, sem Valur verður Islandsmeist- ari. 1 bikarkeppni Knattspyrnusam- bands íslands bar KR sigur úr být- um og það án þess að fá á sig eitt einasta mark í henni. Til úrslita léku KR og Valur og skoraði KR eina markið í leiknum. Árið var því svip- að árinu 1965. Reykjavíkurfélögin Valur og KR sigruðu í tveimur þýð- ingarmestu mótunum með þeirri breytingu frá 1965 að nú varð Valur Islandsmeistari, en KR bikarmeist- ari. Evrópubikarkeppnin setti og svip á knattspyrnu sumarsins, þótt svo, að íslenzku þátttakendurnir féllu úr eins og áður í fyrstu umferðinni. 1 Evrópubikarkeppni bikarhafa lék Valur gegn belgísku meisturunum Standard Liege og náði þeim ágæta árangri, að gera jafntefli við þá belgísku á Laugardalsvellinum 1—1, en hins vegar tapaðist leikurinn í Belgíu með miklum mun 8—1. En fyrri leikurinn sannaði þó vel, að is- lenzkum knattspyrnumönnum er ekki alls varnað, og það í keppni við þrautreynda atvinnumenn. 1 Evrópukeppni meistaraliða lék KR gegn frönsku meisturunum Nan- tes. Á Laugardalsvellinum tapaði KR aðeins með eins marks mun 3— 2, og sýndi franska liðið þó mjög skemmtilegan leik. Það var almanna- rómur, að þetta franska lið hefði á að skipa teknískustu leikmönnum, sem Island hafa gist. I leiknum í Nantes var munurinn aðeins meiri, Frakkarnir sigruðu með 5—2 — og þrátt fyrir þessi töp, verður frammi- staða bæði Vals og KR að teljast mjög sómasamleg. Þrír landsleikir voru háðir á ár- inu — allir á Laugardalsvelli — og hingað komu í heimsókn Dundee Utd. frá Skotlandi, Norwich City frá Englandi, FBU frá Danmörku og Sportclub 07 frá Þýzkalandi. Skozka, enska og danska liðið unnu alla sína leiki hér, en Þjóðverjar töp- uðu hins vegar öllum sínum. Stjórn KSl. Ársþing Knattspymusambands Is- lands var haldið að venju í nóvem- ber. Stjórn sambandsins var endur- kjörin en hana skipa Björgvin Schram, formaður, Guðmundur Sveinbjörnsson, Ragnar Lárusson, Ingvar N. Pálsson, Sveinn Zoega, Jón Magnússon og Axel Einarsson. 1 skýrslu stjórnarinnar komu m. a. eftirfarandi atriði fram: 20 ára afmæli K.S.I.: Hinn 26. marz 1967 verða 20 ár liðin frá stofnun K.S.l. Núverandi stjórn skipaði fyrir alllöngu síðan nefnd þriggja manna, þá Jón Magn- ússon, formann, Guðmund Svein- björnsson og Svein Zoega, til að gera tillögur um á hvern hátt halda skyldi upp á 20 ára afmælið. 1 til- efni af afmælinu var fyrir löngu síð- an ákveðið að bjóða tveimur Norð- urlandanna að senda hingað landslið sín, samtimis til keppni við okkur og var ákveðið að bjóða Svíum og Finnum, þar sem Dönum og Norð- mönnum var boðið hingað á 10 ára afmælinu. Þá var og ákveðið að þetta skyldu vera lið með leikmenn undir 24 ára aldri. Finnar gátu því miður ekki tekið boðinu og var þá leitað til Norðmanna, er strax sam- þykktu boðið. Þriggja landa keppni þessi mun því fara fram hér í Rvík dagana 3., 4. og 5. júlí n.k. ef allt fer eftir áætlun. Keppni þessi verður að sjálfsögðu mjög dýr, en það er von stjórnarinnar að áhugi fáist fyrir leikjunum þannig að tekjur nægi fyrir gjöldum. Formaður K.S.1. í nefnd á vegum U.E.F.A. Á fyrsta stjórnarfundi nýkjörinn- ar stjórnar Knattspyrnusambands Evrópu (U.E.F.A.) í London í júlí s. 1. var Björgvin Schram kosinn í nefnd á vegum U.E.F.A., er kölluð er „Publicity Committee". Nefnd þessa skipa formaður og þrír meðnefndar- menn. Hlutverk nefndarinnar er all- víðtækt og nær yfir eftirfarandi: Kynna starfsemi U.E.F.A. fyrir með- limum samtakanna svo og fyrir al- menningi með aðstoð blaða og með útgáfustarfsemi. Hafa yfirumsjón með útgáfu á öllum ritum og regl- um sem U.E.F.A. þarf að koma á framfæri, sérstaklega hið opinbera rit U.E.F.A., sem kemur út reglu- lega. Vera tengiliður U.E.F.A. við blöð, útvarpsstöðvar, sjónvarpsstöðv- ar og kvikmyndaframleiðendur með sérstakri athygli á sjónvarpsmálum. Gera heildarsamninga við sjónvarps- stöðvar í sambandi við útsendingu mynda úr knattspyrnukappleikjum. 1 nefndinni eiga nú sæti auk formanns K.S.l. Grikki, Austur-Þjóðverji og Breti. Fundir eru haldnir þar sem bezt þykir liggja við hverju sinni. Landsleikir 1967: Þegar skýrslan er samin standa sakir á þessa leið hvað snertir lands- leiki 1967. Austur-Þjóðverjar bjóðast til að leika hér landsleik hinn 20. maí, en lið þeirra mun leika við Svía í Stokk- hólmi 17. maí. Bjóðast Austur-Þjóð- verjar til að borga ferðakostnað sjálfir, þannig að mjög er álitlegt, frá fjárhagslegu sjónarmiði séð að taka boði þeirra. Sótt hefur verið um afnot af Laugardalsvellinum 20. maí, en svar hefur enn ekki borizt við umsókninni. Þá hefur Færeyingum verið boðið að senda landslið til keppni við B- landslið okkar og verður sú heim- sókn síðari hluta júlímánaðar. Boð danska knattspyrnusambands- ins til landsleiks í Kaupmannahöfn hinn 23. ágúst 1967 hefur verið sam- þykkt. Þá hefur verið ákveðið, í samráði við Olympíunefnd Islands, að taka þátt í knattspyrnukeppni næstu Olympíuleikja og verður þar (í undir- búningskeppni) um einn eða tvo heimaleiki að ræða, og einn eða tvo leiki ytra. Tímabilið til þessarar keppni er frá 1. janúar 1967 til 30. júní 1968. Það kemur því til greina að létta megi á sumrinu 1967 með því að láta suma þessara leikja fara fram í júní 1968. Að sjálfsögðu yrði stefnt að því að leika tvo leiki í sömu utanferð, ef um tvo leiki ytra yrði að ræða. Það fer eftir því hvernig skipað verður í riðla. Landsleikir. Þrír landsleikir voru háðir á árinu og allir í Reykjavík — en aðeins tveir þeirra teljast til fullgildra landsleikja, þar sem hinn fyrsti var við Dani og áttust þar við leikmenn yngri en 23ja ára frá báðum þjóð- unum. Var hér farið inn á nýja og athyglisverða braut — sem vonandi verður áframhald á. Danska liðið sýndi talsverða yfirburði í leiknum 26

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.