Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1967, Side 82

Íþróttablaðið - 01.02.1967, Side 82
meistaranna frá Rúmeníu. Léku þeir tvo landsleiki hér og unnu þá með litlum mun, síðari leikinn með aðeins 1 marks mun, og í báðum leikjunum hafði ísl. landsliðið yfir í hálfleik. Fyrri leikurinn við Rúmena fór fram 5. marz og var ísl. landsliðið þannig skipað: Þorsteinn Björnsson, Fram Hjalti Einarsson, FH Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram Guðjón Jónsson, Fram Sigurður Einarsson, Fram Hermann Gunnarsson, Val Stefán Sandholt, Val Birgir Björnsson. FH Hörður Kristinsson, Árm. Þórarinn Ólafsson, Vík. Karl Jóhannsson, KR Stefán Jónsson, Haukum. I síðari leiknum, sem fram fór daginn eftir, var liðið óbreytt, nema hvað Geir Hallsteinsson, FH, Auð- unn Óskarsson, FH og Ágúst Ög- mundsson, Val komu inn fyrir þá Birgi B., Þórarin og Stefán Jónsson. Fyrri leikinn unnu Rúmenar 23:17, en í hálfleik hafði ísland yfir 9:8. Isl. liðið átti mjög slæman siðari hálfleik, og ekki bætti úr skák, að skiptingar leikmanna voru mjög vafasamar. I síðari leiknum tókst ísl. liðinu að ná 3ja marka forskoti í hálfleik, 11:8. Það sama var upp á teningnum í þessum leik, ísl. liðinu gekk mun ver í síðari hálfleik. Náðu Rúmenar 2ja marka forskoti, 16:14, og léktu allra síðustu mínúturnar einum færri og var spurning, hvort ísl. liðinu myndi takast að jafna. Hörður Kristinsson skoraði 15:16, en þá var tíminn svo að segja útrunn- inn og Rúmenar töfðu til að tryggja sér sigurinn. 1 fyrri leiknum skoruðu þessir mörkin fyrir Island: Hörður 7 (2 úr vítaköstum), Gunnlaugur 5, Hermann 2, Birgir, Karl og Sig. E., 1 hver. 1 síðari leiknum skoruðu þessir: Gunnlaugur 4 (2 víti), Hörður Guð- jón, Geir, Karl og Hermann 2 hver og Stefán Sandholt 1. Landsleikur gegn Frökkum. Franska landsliðið kom í heimsókn um miðjan apríi og lék hér einn leik 14. apríl, sögulegan leik, sem mörg- um verður minnisstæður. Sænskur dómari, Lennard Larsson, átti að dæma leikinn, en komst ekki til landsins í tæka tíð og var þá gripið til þess ráðs að láta Hannes Þ. Sig- urðsson dæma fyrri hálfleik, en far- arstjóra Frakkanna, Nelson Paillon, forseta franska handknattleikssam- bandsins, síðari hálfleik. Tókst Hannesi vel upp í fyrri hálfleik, en frammistaða franska fararstjórans var miður góð. Dró hann taum franska liðsins og virtist staðráðinn i því að láta það fara með sigur af hólmi. Enda fór svo, að Frakkar unnu leikinn með eins marks mun, 16:15. Vakti framkoma franska far- arstjórans reiði margra. Leikurinn sem slíkur missti marks, og er vafa- mál, hvort rétt sé að gefa honum rúm í landsleikjaskrá okkar. Islenzka liðið var þannig skipað: Þorsteinn Björnsson, Fram Jón B. Ólafsson, Val Geir Hallsteinsson, FH Birgir Björnsson, FH Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram Hermann Gunnarsson, Val Hörður Kristinsson, Ármanni Unglingalandslið Islands, sem tók þátt í Norðurlandamóti stúlkna í Svíþjóð. 82

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.