Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1967, Page 84

Íþróttablaðið - 01.02.1967, Page 84
Islenzka landsliðið leggur af stað til Póllands. Isl. liðið olli nokkrum vonbrigð- um í báðum leikjunum, einkum fyrir lélegan varnarleik. Mörk Islands í fyrri leiknum skoruðu: Ingólfur 5, Gunnlaugur 4, Hermann, Örn og Geir 3 hver, Guðjón og Sigurður E. 1 hvor. I síðari leiknum skoruðu þess- ir: Gunnlaugur 5, örn og Hermann 3 hvor, Geir, Auðunn og Guðjón 2 hver og Ingólfur og Jón 1 hvor. Norðurlandamót unglinga. Norðurlandamót pilta var haldið i Helsinki í apríl og náðu ísl. pilt- arnir mjög góðum árangri. Þeir unnu Dani í fyrsta skipti, 20:16, þá Finna 18:16, gerðu jafntefli við Svla, en töpuðu illa fyrir Norðmönnum, 15:23. Er þetta bezta frammistaða ísl. unglingalandsliðs I Norðurlanda- móti til þessa. Norðurlandamót stúlkna var háð í Vanersborg í Svíþjóð á sama tíma og var ísland með í fyrsta skipti. Gekk ísl. stúlkunum heldur illa og töpuðu öllum leikjunum. Þær töpuðu fyrst fyrir Dönum, 3:13, fyrir Sví- um 5:7 og loks fyrir norsku stúlk- unum 6:8. Má segja, að útkoman í 2 síðustu leikjunum hafi ekki verið slæm miðað við aðstæður, en þess má geta, að nokkrar stúlkur í ísl. liðinu gengu lasnar til keppni. Þátttaka kvennaliðs Vals í Evrópubikarkeppni. Islandsmeistarar Vals i meistara- flokki kvenna tóku þátt í Evrópu- bikarkeppni meistaraliða, og varð fyrsta íslenzka liðið til að taka þátt í slíkri keppni í kvennaflokki. Valur mætti norsku meisturunum Skogn i fyrstu umferð, og fóru báðir leikir liðanna fram í Reykjavík. Deikirnir fóru fram í Iþróttahöllinni 19. og 20. desember, og sigraði Valur í báðum með 11:9 og 12:11. Var Valur nú kominn í aðra umferð og mætti austur-þýzku meisturunum S. C. Leipzig hér heima 9. febrúar og sigruðu þýzku stúlkurnar með 17:7. Valsstúlkurnar fóru síðan til Leip- zig og léku síðari leikinn við S.C. Leipzig 20. febrúar, en biðu enn lægri hlut 26:9, enda urðu þýzku stúlkurnar Evrópubikarmeistarar 1966. Þátttaka F.H. í Evrópubikarkeppni. Islandsmeistarar F.H. í meistara- flokki karla tóku þátt í sams konar keppni karla meistaraliða. F.H. hlaut norsku meistarana Fredensborg sem fyrstu mótherja. Samdist við Norð- menn enn að báðir leikirnir færu fram í Reykjavík. F.H. sigraði í báð- um leikjunum með 19:15 og 16:13. F.H. komst því einnig í aðra umferð, en hlaut nú tékknesku meistarana Dukla, Prag, sem andstæðinga. Fyrri leikurinn fór fram í Iþróttahöllinni í Laugardal 4. febrúar, og sigruðu Tékkarnir með 20:15, og einnig í síðari leiknum í Prag með 23:16. Segja má, að frammistaða FH- inga hafi verið góð, ekkert ísl. lið hefur náð eins langt í Evrópubikar- keppni og FH að þessu sinni. Fram til Tékkóhlóvakíu. Meistaraflokkur Fram (karla) fór í keppnisför til Tékkóslóvakíu í sept- ember. Lék Fram 5 leiki í förinni, sigraði í 2, en tapaði 3. Sigraði Fram í fyrsta leiknum, sem leikinn var í Bruno gegn 2. deildar liðinu Dukla Vyskov, 25:24. Því næst lék Fram gegn Hranise i Gottwaldo og tapaði þeim leik 14:16. Þriðja leik sinn lék Fram í Karviná gegn gestgjöfum sínum. Tapaðist sá leikur 18:24. Þá tók Fram þátt í hraðkeppnismóti og lék fyrst gegn pólska liðinu Gomik Zabrze og sigraði 15:11. 1 úrslitaleik 84

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.