Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1968, Side 39

Íþróttablaðið - 01.12.1968, Side 39
stökk löglegt (2 m/sek.) í þessari keppni, og með þann árangur skipar hún 5. sæti afreka- skrárinnar. Engin þessara fimm er neinn nýgræðingur á stökkvelli, en á eftir þeim koma 12 stúlkur með árangur frá 4,60—4,80 m, og margar þeirra eru nær alveg byrjendur og gætu því óvænt látið frá sér heyra, jafnvel þegar á næsta sumri. Langstökk Islandsmeistari: Kristín Jónsdóttir, UMSK 4,97 m 2. Þuriður Jónsdóttir, HSK 4,93 m 3. Hafdís Helgadóttir, UMSE 4,68 m 4 Unnur Stefánsdóttir, HSK 4,67 m 5. Margrét Jónsdóttir, HSK 4,53 m 6. Þuríður Jóhannsdóttir, UMSE 4,49 m 7. Sigurlaug Sumarliðadóttir, HSK 4,46 m 8. Salóme Fannberg, HSÞ 3,99 m Köstin. Ellefu stúlkur með kúluvarpsárangur yfir 9 m, þar af 3 yfir 10 m, er á.n efa óþekkt fyrir- bæri á Islandi fyrr en sl. sumar. Emelía Baldursdóttir, UMSE, varð Islands- meistari með 10,48 m kasti, og með þann árang- ur skipar hún efsta sæti skrárinnar. Emelía er engin tröllkona að burðum, síður en svo, en hún er kná og kastaði nokkuð laglega á meistara- mótinu og var vissulega vel að sigri sínum komin, var 81 cm á undan þeirri næstu, sigur- vegaranum frá landsmótinu, Guðrúnu Óskars- dóttur, HSK. Þriðja varð Ölöf Halldórsdóttir, HSK, sem skipar annað sæti á afrekaskránni með 10,38 m, og fjórða á meistaramótinu varð Sigurlína Hreiðarsdóttir, UMSE, sem er þriðja á afrekaskránni með 10,24 m. Björk Ingimund- ardóttir varpaði kúlunni 9;94 m á héraðsmóti Borgfirðinga og er í 4. sæti á skránni, Guðrún Óskarsdóttir í 5. með landsmótsárangur sinn, 9,89 m, en í 6. sæti kemur svo myndarstúlka kornung úr ÍR, Kristjana Guðmundsdóttir, en hún kom öllum á óvart í bikarkeppninni með sigri sínum þar. Kristjana kunni ekkert fyrir sér í kúluvarpi, þegar hún byrjaði að æfa vorið 1968, en hún tók ótrúlega miklum framförum á sumrinu og á tvímælalaust eftir að taka stór- stígum framförum enn, ef hún heldur áfram að æfa jafnvel. Kúluvarp Islandsmeistari: Emelía Baldursdóttir, UMSE 10,48 m 2. Guðrún Óskarsdóttir, HSK 0,67 m Emelía Baldursdóttir, UMSE — varð Islandsmeistari I kúluvarpi með bezta árangri hérlendis í mörg ár — 3. Ólöf Halldórsdóttir, HSK 9,55 m 4 Sigurlína Hreiðarsdóttir, UMSE 9,55 m 5 Hildur Hermannsdóttir, HSK 9,33 m 6. Valgerður Guðmundsdóttir, lR 8,82 m Á okkar mælikvarða er mjög gott, þegar 6 stúlkur kasta kringlu yfir 30 m á sama sumrí. Við höfum reyndar átt þær 7 tvö ár í röð (1964 og 1965), þar af 3 yfir 34 m seinna árið, en nú voru þær aðeins tvær, en meðaltal 10 beztu hefur aldrei verið hærra en sl. sumar, 31,457 m, enda tíundi bezti árangur 29,30 m. Var það Sig- rún Sæmundsdóttir, HSÞ, sem kastaði þá vega- lengd. Ingibjörg Guðmundsdóttir, HSH, er efst á blaði með 34,64 m, árangur, sem hefði skipað henni í hóp 5 beztu jafnaldra sinna í Vestur- Þýzkalandi sl. sumar. Ég hef áður lýst aðdáun minni á þessari snæfellsku íþróttastúlku í sam- bandi við kringlukastssigur hennar á landsmót- inu á Eiðum, og ég hef þar engu við að bæta. Því miður gengu Snæfellingar svo fram af sér með landsmótsferðalaginu. að þeir gerðu enga ferð að vestan á neitt af meistaramótunum, né heldur í bikarkeppnina, sem þeir höfðu þó fyrir- hugað þátttöku í, og þess vegna sáum við Ingi- björgu ekki hér í Reykjavík nema í unglinga- keppni FRI, en þá náði hún bezta árangri sín- 279

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.