Íþróttablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 12

Íþróttablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 12
Lifii ekki eingöngit fiyrir að hlaupa Nafn Kristínar Jónsdóttur ætti að vera flestum kunnugt af íþróttasíðum dagblaðanna. Þar hefur hún líka verið nefnd „hlaupadrottning Islands“ og sannarlega ekki að ástæðulausu, því Kristín hefur síðastliðin tvö ár, sett hvert Islandsmetið á fætur öðru í hlaupum á skemmri vegalengdunum. Við hittum Kristínu að máli á æfingu á Melavellinum, þar sem hún var að vísu ekki á hlaupum í þetta sinn, vegna meiðsla á fæti. — Hvað æfirðu oft í viku, Kristín? — Aldrei oftar en fjórum sinn- um og þá tvisvar í Ivópavogi og tvisvar í Reykjavík. — Finnst þér þetta ekkert tímafrekt? — Nei, nei, ekki meðan ég hef áhugann. Svo vinn ég heldur ekki það lengi, að ég hafi ekki góðan tíma. Kristín er Kópavogsbúi og vann í Skólagörðum Kópavogs í sumar, og ber hinn sólbrúni litarháttur hennar þess glögg- lega vitni, að hún er ekki mikið innan dyra. — Æfirðu í fleiri greinum en hlaupum? — Eg hef svolítið æft lang- stökk og svo er ég í handbolta á veturna. I vetur fer ég í Kenn- araskólann og vona að ég hafi tírna til að æfa með handbolta- liði Breiðabliks meðfram nám- inu. — Hvernig stóð nú á því, að þú byrjaðir að hlaupa? — Það var á handboltaæfingu fyrir rúmum tveimur árum, að Magnús Jakobsson, sem nú er formaður frjálsíþróttaráðsins, kom til okkar og spurði, hvort einhverjar okkar hefðu ekki á- huga á að æfa frjálsíþróttir. Yið fórum svo að reyna okkur eftir æfinguna og svo varð þetta að vana að taka írjálsíþróttaæfingu á eftir handboltanum. Þá um sumarið var ég svo með í keppni í fyrsta sinn. — Og sigraðir? — Já, í 100 og 200 metrunum. Hlaupadrottningin er lítið gef- in fyrir að tala um afrek sín og þegar við spyrjum hana um ný- sett Islandsmet hennar í 400 m hlaupi, segist hún ekki vita fyrir víst, hvort hún eigi raunar nokk- urt met í þeirri grein, því óljósar fréttir hafi borizt um að íslenzk stúlka í Englandi hafi bætt það rétt á eftir. Kristín segir hins vegar, að sér þyki vænzt um met sitt í 100 metra hlaupi síðan í fyrrasumar. — Þá átti ég alls ekki von á að setja neitt met. og það kom mér þægilega á óvart. — Hefurðu hugsað þér að halda áfram að hlaupa? — Ég er alveg óákveðin, en ég held eitthvað áfram meðan ég hef áhuga á þessu, en ég býst ekki við að setja fleiri met. Mér finnst gaman að hlaupa og það er gaman að vera með, maður fær tækifæri til að skreppa út um landið á mót og kynnast fleiru. — Hefurðu mikinn áhuga á íþróttum yfirleitt? — Ég fylgist með og les íþróttasíðurnar í blöðunum, en ég vil ekki segja, að þetta sé mitt eina áhugamál, ég lifi heldur ekki eingöngu íyrir að hlaupa. Kristín vill ómögulega segja okkur, hvað áhugamál hún á f'leiri, en tekur þó fram, að þegar hún sé hvorki að vinna eða æfa íþróttir, þá sitji hún ekki og horfi á sjónvarpið eingöngu. Við þökkum hlaupadrottning'- unni, Kristínu Jónsdóttur, fyrir spjallið, og vonum, að henni end- ist áhuginn sem lengst, því hún er aðeins 17 ára gömul og á því drjúgan sprett framundan, ef hún heldur áfram að hlaupa. essbé. 12 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.