Íþróttablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 14

Íþróttablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 14
Bikarar, sem allir vilja vinna Hér áður fyrr, og að vísu enn í dag, er draumur allra knattspyrnu- félaga að verða meistari í sínu landi. Sú upphefð var stór, féll aðeins einu liði í skaut, og var mikið á sig lagt til að ná þeim ár- angri. Vinningurinn var ekki mikill, gevmsla á bikarnum í eitt ár, og verðlaunapeningur handa hverjum leikmanni. Sæmdarheitið meistari og hin litlu verðlaun nægðu til að gera alla ánægða, og þannig var málunum háttað þar til árið 1955, er Evrópubikar- keppni meistaraliða hófst. Þótt einkennilegt kunni að virðast, má rekja rætur Evrópu- bikarkeppni meistaraliða alla leið til Suður-Ameríku. Knattspyrnu- sambönd Suður-Ameríku höfðu sameinazt í sérsambandi löngu áður en hliðstæðri hugmynd skaut upp kollinum í Evrópu og var höfuðverkefni þessa sam- bands framkvæmd keppni lands- liða um meistaratitil álfunnar. Eftir heimsmeistarakeppnina í Brasilíu árið 1950, þegar knatt- spyrnuforkólfar Evrópu höfðu kynnzt starfsemi Suður-Amer- íkusambandsins, fékk hugmynd- in um Evrópusamband bvr und- ir báða vængi, einkum fyrir at- beina þriggja manna, Frakkans Henri Delauny, dómsmálaráð- herra Austurríkis, dr. Josef Gerö, og góðkunningja okkar, Danans Ebbe Schwarts. Var knatt- spyrnusamband Evrópu (U.E.F. A. (Union of European Football Association) svo formlega stofn- að í Sviss 1954. Árið eftir var hafizt handa að koma á laggirnar Evrópukeppni landsliða að suður-amerískri fyr- irmynd, en þegar til kom, fékkst ekki meirihluti fyrir henni og kafnaði hún því í fæðingu. Evrópukeppnin virtist því 14 ÍÞRÓTTABI.AÐIÖ

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.