Íþróttablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 18

Íþróttablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 18
síðari umferðinni, 8:1. Einnig mætti nefna sigur Manchester IJnited gegn nágrönnum sínum, Waterford frá írlandi, 7:1. Markahæsti leikmaður keppn- innar var Dennis Law, Man- chester Utd. , sem skoraði sam- tals !) mörk. I 2. sæti konm Gryuff, Ajax, og Prati, Milan, með 6 mörk hvor, en þarnæst komu Adamec og Svec, báðir leikmenn með Spartak Trnava, skoruðu 5 mörk hvor. í keppninni 1908/69 var 24 leikmönnum vísað af leikvelli, þar af 9 brezkum, en skaphiti hefur löngum einkennt brezka leikmenn, og þá sér í lagi skozka. Er Dennis Law gott dæmi þess. Ef athugað er, hver var með- aláhorfendaíjöldi að leikjurn úr- slitaliðanna í keppninni, Ajax og AC Milan, kemur í ljós, að að- sóknin að leikjum Ajax var að meðaltali 56.500 manns, en hjá AC Milan 61.860 manns, sem er hæsta meðaltalið. Annars var á- horfendamet að einstökum leik sett á San Bernabou Stadion í Madrid, er Real Madrid lék gegn austurríska liðinu Rapid. Þá töldu teljarar við hliðin rúmlega 100 þúsund manns. Næst þess- ari tölu koma 80 þúsund manns, er sáu AC Milan leika gegn Manchester Utd. í Milanó. En úr því að verið er að tala um, hvar aðsóknin var mest, er ekki úr vegi að grafa upp, hvar hún var minnst. Sem betur fer kemst Island ekki þar á blað, enda var metaðsókn að heima- leiknum á Islandi, er Benfica lék hér, rúmlega 18 þús. manns. Minnst var aðsóknin að leik Reipas Lathi Finnlandi og Flor- ian frá Möltu, en aðeins 2000 manns sáu þessi lið leika. Einn- ig var lítil aðsókn að leikjum Rapid, Austurríki — Rosenborg, Noregi og Jeuneuse ’d Esch, Luxemborg — AEK, Grikklandi, aðeins 4000 manns. En hvað um það. Þó að áhorf- endur séu ekki alltaf margir, hef- ur keppnin náð ótrúlegum vin- sældum og orðið fyrirmynd og undanfari aragrúa keppnismóta, bæði í knattspyrnu og öðrum íþróttagreinum. Stofnað hefur verið til Evrópubikarkeppni bik- armeistara, Evrópukeppni svn- ingaborga og Evrópukeppni landsliða. í handknattleik, körfu- knattleik, frjálsíþróttum, og raunar fleiri greinum, hefur ver- ið stofnað til sarns konar keppni og hvarvetna tekizt vel. klp. Þegar Manchester Utd. vann Evrópubikarinn í fyrra, var engin áhætta tekin og bikarin settur í örugga vörzlu, eins og sjá má. Englendingar gleyma ekki þeim atburði er heimsstyttunni var stolið. 18 ÍÞRÓTTABI.AÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.