Íþróttablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 21

Íþróttablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 21
kallað á hjálp, og kom fjölmennt lögreglulið frá Napoli, sem er skammt frá. Þrátt fyrir kylfur, hunda og önnur lögregluvopn varð ekkert við hópinn ráðið. Var því kallað á skriðdreka- sveit frá hernum, og þá fyrst, er byssurn skriðdrekanna var beint að hópnum, dreifðist hann og hvarf að lokum alveg. Árangur dagsins: 1:1 í leikn- um, 5 tíma slagsmál, stórtjón á eignum, 45 slasaðir, þar af 4 hættulega, og heimaliðið dæmt úr keppninni, samkvæmt ítölsk- um lögum. ★ Það er víðar, sem hitnar í kol- unum en á Italíu. — Forseti og æðsti maður Alsír, Houari Boumedienne, sem er mikill áhugamaður um knatt- spyrnu, hefur óskað eftir rann- sókn á ólátum, sem urðu eftir úrslitaleik milli tveggja beztu liða Alsír, Mouloudia og Chahab Rihadi, sem endaði með jafn- tefli 1:1. Þegar flauta dómarans gall í leikslok, hófu leikmenn liðanna hnefaleikakeppni, og varð að flytja tvo þeirra á sjúkrahús. Þetta var aðeins byrjunin á ólátunum. Þegar Chahab-leik- mennirnir hófu heimferð sína til Alsírborgar urðu þeir fyrir árás úr launsátri, og urðu þeir, svo og allar bifreiðar með núm- erum frá Alsírborg, fyrir gi'jót- kasti 8 km frá vellinum. Bifreiðarnar skemmdust mik- ið og margir farþegar hlutu áverka. og þá sérlega leikmenn- irnir, sem eru þó flestir úr lög- regluliði Alsírborgar. Fyrir skönnnu var leikmaður úr félaginu Kuba dæmdur í 15 daga fangelsi og frá afkiptum af íþróttum í 2 ár, fyrir að ráðast á línuvörð í leik, sem fram fór í Alsírborg, og fyrr á þessu ári voru nokkrir leikmenn dæmdir frá íþróttum ævilangt fyrir sams- konar athæfi í garð dómara. í knattspyrnusambandi Alsír, eru 50 þúsund skráðir leikmenn, og er leikið í 4 deildum 12 lið í hverri deild. ★ Knattpspyrnumenn í þ. m. þeir frægustu reyna gjarna að auka tekjur sínar á annan hátt en að sparka bolta. Vestur-þýzki landsliðsmaður- inn Gerd Muller frá Bayern Múnchen, hefur nú gert samn- ing við þýzkt plötufyrirtæki, um að syngja inn á tvær tveggja laga plötur, sem eiga að koma á mark- aðinn í haust. Múller er ekki eini knatt- spyrnumaðurinn, sem þetta hef- ur reynt, því þegar hafa komið á markaðinn í Vestur-Þýzkalandi plötur með Radonkovic frá Mun- chen 1860, Dörfel frá Ham- burger SV, og átrúnaðargoði Þjóðverja, Franz Beckenbauer. Framh. á bls. 83 IÞROTTABLAÐIÐ 21

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.