Íþróttablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 2

Íþróttablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 2
Hjalti Einarsson, markvörður FH og lands liðsins, er kominn á fertugsaldur, en samt sjást engin þreytumerki á honum.... Ungu mennina vantar meiri keppnishörku! Það er ekki ófyrirsynju, að Hafnarfjörður hefur verið nefndur handknattleiksbærinn, því að þar hefur vagga þessarar íþróttar á íslandi löngum staðið. I Hafnarfirði búa margir snjöllustu hand- knattleiksmenn landsins, íþróttamenn, sem borið hafa hróður ís- lands víða um lönd. Hjalti Einarsson, markvörður landsliðsins, er einn þeirra, leikmaður, sem lifað hefur tímana tvenna og tekið virkan þátt í handknattleiksævintýrinu mikla á islandi, allt frá því að hann hóf að æfa og leika handknattleik í Barnaskólanum í Hafnarfirði undir handleiðslu Hallsteins Hinrikssonar 1951 og fram á þennan dag, og verið máttarstólpi F.H. og landsliðsins. Útgefandi: íþróttasamband íslands. Ritstjóri: Alfreð Þorsteinsson. Afgreiðsla: Skrifstofa Í.S.Í. íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Sími 30955. Prentun: Víkingsprent L_______________________________J f-------------------------------"> Er kominn timi til að leyfa atvinnumennsku í ís- lenzkum íþróttum að hálfu eða öllu leyti? Það er ekki laust við, að mörgum finn- ist áhugamannareglur I.S.I. úreltar og úr sér gengnar og hefti eðlilegan vöxt og viðgang islenzkra iþrótta, a. m. k. hvað varðar keppn- isíþróttir, enda er nú svo komið, að spurt er, hvort íslenzkt iþróttafólk sé leng- ur gjaldgengt i keppni við erlendar þjóðir, sem flestar hafa tekið upp atvinnu- mennsku i einhverri mynd. Að þessu sinni skal eng- inn dómur lagður á það, hvort timabœrt sé að rýmka áhugamannareglur okkar, en hins vegar er rétt að að staldra ögn við, og leggja dæmið fyrir sig. Og þá verð- ur fyrsta spurningin, er rétt að halda áfram samskiptum við erlendar þjóðir með ekki betri árangri en náðst hefur? Og i framhaldi af því, ef svarið verður neit- andi, eigum við að draga úr samskiptunum — eða taka upp atvinnumennsku i von um betri árangur? I þessu blaði ræða fjórir kunnir menn um þetta mál. ritstj. >-------------------------------J Þegar hugsað er til hinnar fátæklegu handknattleiksaðstöðu í Hafnarfirði, er ekki hægt ann- að en dást að því, hvernig Hafn- firðingar hafa brotizt upp á topp- inn og skapað sér stórveldi. Skyldi Hjalta aldrei hafa verið hugsað heim í litla leikfimihúsið í Hafn- arfirði, þegar hann stóð á fjölum stærstu íþróttasala Evrópu í spennandi landsleikjum íslands í heimsmeistarakeppninni? „Það er dálítið gaman að hugsa aftur í tímann,“ segir Hjalti brosandi. Hann er orðinn 31 árs. og það er rnargs að minn- ast. „Þetta byrjaði hjá mér eins og flestum öðrum í Firðinum hjá Hallsteini í Barnaskólanum. í þá daga þótti manni íþrótta- salurinn stór, jafnstór og manni finnst hann lítill í dag. Það var handbolti daginn út og inn. Oft- ast stóð ég í marki, enda hafði ég strengt þess heit sem smá- strákur í Vestmannaeyjum, en þangað flutti ég með foreldrum mínum frá Siglufirði, þar sem ég 26 íþróttablaði&

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.