Íþróttablaðið - 01.11.1969, Side 3

Íþróttablaðið - 01.11.1969, Side 3
Með öruggum höndum ver Hjalti. er fæddur, að standa í marki og hvergi annars staðar. Ástæð- an var sú, að þegar strákarnir léku knattspyrnu, var ég alltaf settur í markið, því að ég var heilsuveill og átti erfitt með að taka þátt í bardaganum úti á vellinum. Smátt og smátt tók ég ástfóstri við markið og hef ekki farið úr því síðan.“ Þannig segir Hjalti okkur frá, hvernig stóð á því að hann varð markvörður. Við getum þakkað strákunum í Vestmannaeyjum fyrir það. En við viljum fá að vita meira um landsliðsmark- vörðinn. — Hvenær byrjaðir þú að leika með meistaraflokki F.H. Hjalti? — Það mun hafa verið 1954- 55. Til að byrja með gekk ekki of vel, en 1956 hófst sigurganga F.H. Ég hef leikið með liðinu síðan, nema hvað ég missti tvö ár úr, 1966-67, vegna veikinda. — Var ekki erfitt að byrja aftur? — Jú, ég varð að leggja helm- ingi meira að mér. — Hvenær ertu fyrst valinn í landslið? — Það var 1959. Þá lék ís- lenzka landsliðið gegn Dönum og Norðmönnum ytra. — Þú hefur þá ekki leikið með í heimsmeistarakeppninni 1958? — Nei, en ég hefði gjarnan viljað taka þátt í þeirri ferð. Að mínu áliti var ég í góðri æfingu og hafði augastað á landsliðssæti, ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 27

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.