Íþróttablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 4

Íþróttablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 4
Landsliðið, sem varð í 6. sæti á HM 1961. Fremri röð frá vinstri: Erlingur Lúðvíksson, Hjalti Einarsson, Sólmundur Jónsson og Birgir Björnsson. Miðröð: Kagar Jónsson, Karl Jóhannsson, Örn Hallsteinsson og Kristján Stefánsson. Aftasta röð: Karl Benediktsson, Einar Sigurðsson, Pétur Antons- son, Gunnlaugur Hjálmarsson og Hermann Samúelsson. en fékk ekki tækifæri til að sýna getu mína í leikjum F.H. um þetta leyti. Það er eins og geng- ur, þegar samkeppnin er hörð. — En heimsmeistarakeppnina 1961 ertu með? — Já, þá stcð ég í matki fs- lands nær alla leikina. Þetta var ógleymanleg keppni og geta ís- lands kom á óvart. Við vissum varla sjálfir, hvar við stóðum. Reyndar hafði íslenzka liðið tek- ið þátt í heimsmeistarakeppninni 1958, en \ ið lékum svo fáa lands- leiki á þessum árum og höfðum auk þess ekki þá aðstöðu hér heima að geta leikið landsleiki svo að allan samanburð vantaði. Mér er leikurinn við Svisslend- inga ógleymanlegur. Hann unn- um við 14 :12 og komumst áfram í keppninni. Næst lékum við gegn Tékkum og gerðum jafn- tefli, 15 : 15. í aukaleik við Dani um 5. og 6. sætið í keppninni töpuðum við með eins marks mun, 13 : 14, og var sá ósigur grátlegur. þ\ í að við höfðum yfir- höndina rétt fyrir leikslok. Klaufaskapur eða reynsluleysi. Ég veit varla hvort var, nema hvoru tveggja hafi verið, en eft- ir- á töluðu menn um að þarna hefðu Danir farið með íslenzk- an sigur af velli. — Nú hefurðu meira en 30 landsleiki að baki, Hjalti. Hvaða leikur er þér minnisstæðastur? — Landsleikurinn við Svía í heimsmeistarakeppninni 1964. Svíar áttu þá eitt allra sterkasta lið keppninnar og hlutu silfur- verðlaun, en samt fór það svo, að við unnum með tveggja marka mun, 12 : 10. Ingólfur Óskars- son og Hörður Kristinsson áttu ekki sízt þátt í þeim sigri. Ing- ólfur var nokkurs konar leyni- vopn. Roland Mattson, sænski landsliðsþjálfarinn (sá sami og kom með Hellas hingað á dög- unum) hafði dvalið á íslandi sumarið á undan og kennt ís- lenzkum handknattleiksmönn- um. Hann hafði því tækifæri til að „stúdera“ þá alla, nerna Ing- ólf. sem af einhverjum ástæðum gat ekki tekið þátt í æfingun- um. Hann var sparaður í fyrsta leiknum í keppninni, gegn Egypt- um, en kom Svíum í opna skjöldu í næsta leik á eftir. — Svo kom reiðarslagið, stór- tap fyrir Ungverjum? — Já. Island hafði alla mögu- leika á að komast áfram og verða eitt af 8 beztu liðum keppninn- ar. Við höfðum efni á að tapa leiknum gegn Ungverjum með sex marka mun, en töpuðum hon- um með 9 marka mun, 12:21. Við lékum illa, en fararstjórnin átti einnig nokkra sök á, hvern- ig fór. Sannleikurinn var sá, að við vorum alltof fáir og máttum ekki við neinum meiðslum. Eft- 28 IÞROTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.