Íþróttablaðið - 01.11.1969, Síða 5

Íþróttablaðið - 01.11.1969, Síða 5
ir hinn harða leik gegn Svíþjóð, voru nokkrir leikmenn í þannig ásigkomulagi, að þeir áttu erfitt með að leika vegna meiðsla. Við þurftum fleiri menn — og heima á Islandi biðu a. m. k. tveir leikmenn reiðubúnir. En það var hikað og hugsað sem svo, að nægilegt væri að senda þá eft- ir Ungverjaleikinn. Þessi mistök reyndust dýrkeypt, og íslenzki hópurinn hélt í döpru skapi heim á leið eftir að hafa komizt í snertingu við toppsætin, en rann á rassinn með allt saman. — Nú hefurðu tekið þátt í Evrópubikarleikjum F.H.? — Já, en reyndar ekki öllum, þ\ í að ég missti tvö keppnistíma- bil úr, eins og ég sagði áðan. Ég var með, þegar við slógum norsku meistarana, Fredensborg, út í fyrra skiptið. Síðan mættum við tékkneska liðinu Dukla Prag — og þá var draumurinn búinn. Tékkar eru frábærir handknatt- leiksmenn. — Er ekki erfitt að taka þátt í æfingaundirbúningi landsliðs og félags, sem tekur þátt í íslands- móti og Evrópubikarkeppni, á sama tíma? — Jú, það er mjög erfitt og nær útilokað. Ég hef þá hug- mynd. að þegar heimsmeistara- keppni stendur fyrir dyrum, eigi að leggja niður Islandsmót það ár, en stofna þess í stað til keppni með þátttöku félagsliða og lands- liðs, sem eins aðilans. Auðvitað verða þau félög, sem eiga flesta menn í landsliði, veikari í slíkri keppni, en það er ekki keppt um Islandsmeistaratitil, svo ekki er af miklu að rnissa. Hins vegar yrði slíkt mót mjög gott undir- búningsmót fyrir landsliðið, auk þess, sem landsliðsþjálfari hefði nægan tíma til að æfa og móta liðið, þar sem leikmennirnir yrðu ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.