Íþróttablaðið - 01.11.1969, Page 6

Íþróttablaðið - 01.11.1969, Page 6
—_ -X Njótið lífsins í NAUSTI v____;___________________, í fríi frá félögunum. Við mynd- um eignast helmingi sterkara landslið fyrir bragðið. — En hvað segja félögin við hugmynd sem þessari? — Þau verða tæplega hrifin af henni, en þetta er nokkuð, sem austantjaldslöndin gera. Austantjalds hika þeir ekki við að sameina beztu liðin og mynda landslið úr þeim eða senda beztu einstaklingana úr öðrum félög- um í bezta liðið. Halda menn svo, að það sé einhver tilviljun, að heimsmeistaratitillinn skuli ekki fara vestur yfir járntjald? Félagapólitíkin er svo mögnuð hér á íslandi, að svona hugmynd fær sennilega aldrei hljómgrunn, þrátt fyrir þá staðreynd, að allir vilji að landsliðið standi sig, enda er geta íslenzks handknattleiks út á við mæld eftir getu þess á hverjum tíma. — Er íslenzkur handknattleik- ur betri í dag en t. d. 1961 að þínu áliti? — Það er dálítið erfitt að svara því. Eitt get ég þó fullyrt strax. Handknattleikurinn var skemmtilegri 1961 og ekki eins harður og hann er nú. Hvort handknattleikurinn í dag er árangursríkari skal ég ekki dæma um, en mér finnst t. d. hvorki F.H. né Fram, sem löng- um hafa bitizt um meistaratitil inn á þessum áratugi, leika eins vel og áður. F.H.-liðið var jafn- betra í kringum 1960—61 og Fram-liðið var einnig betra 1962 —63 en það er nú. Þó hafa bæði þessi lið góðum leikmönnum á að skipa í dag. — Á ferli þínurn sem meist- araflokksleikmaður á 15 ára tímabili hefurðu leikið gegn mörgum góðum íslenzkum leik- mönnum. — Hverja álíturðu bezta? — Nú seturðu mig í klípu. Eg er búinn að leika gegn mörg- um góðum leikmönnum og erf- itt að velja einhverja sérstaka úr. En ef ég ætti að nefna tvo leik- menn úr röðum mótherjanna þá eru það Reynir Ólafsson úr K.R. og Ingólfur Óskarsson, Fram. Reynir var mjög góður leikmað- ur og alltaf var skemmtilegt að leika á rnóti K.R. í gamla Há- logalandsbragganum. Ingólfur er enn í fullu fjöri og alltaf óút- reiknanlegur. — Þegar rætt er um beztu leikmennina, verður ekki hjá því komizt að nefna F.H.-inga? — Eg hef alltaf verið hrifinn af Ragnari Jónssyni. Hann er einhver harðasta skytta, sem ís- lenzkur handknattleikur hefur átt. Geir Hallsteinsson er auðvit- að mjög góður og enginn er tekn- iskari en hann, en hins vegar held ég, að Geir gæti notað hæfi- leika sína enn betur. — En hvað um markverði, Hjalti? — Guðjón Ólafsson í K.R. \ ar rnjög góður, einhver bezti mark- vörður, sem við höfum átt. I dag eigum við marga ágæta mark- verði, en það er erfitt að gera upp á milli þeirra. — Fyrst við ræðum um góða leikmenn, er eins hægt að spyrja um góða þjálfara? — }á, þar er Hallsteinn Hin- riksson efstur á blaði hjá mér. Fyrir utan að vera góður þjálf- ari, gerði hann sér far um að kynnast leikmönnum perónulega og laða það bezta fram hjá hverj- um og einum. Enn býr Hall- steinn yfir mikilli kunnáttu og fylgist vel með því, sem gerist í erlendum handknattleik. Þess vegna finnst mér einkennilegt, að ekki skuli leitað meira til hans um ráðleggingar. — Nú eru leikir í heimsmeist- arakeppninni framundan. Á ís- land von þar? — Maður vonar auðvitað það bezta, en persónulega finnst mér vanta rneira keppnisskap hjá yngri leikmönnunum. Kannski er það dómurunum að kenna, því þeir bæla alla hörku niður. Það er dæmigert í íslenzkum handknattleik, að sóknarmað- ur virðist alltaf í rétti, en varn- armaður aldrei. Með þessum orðum er ég ekki að mæla með grófum handknattleik, en ef við ætlum að vera áfram sam- keppnishæfir í alþjóðahandknatt- leik, þýðir ekki að halda leikjum 30 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.