Íþróttablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 7

Íþróttablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 7
Hjalti Einarsson ver í leik gegn sænska liðinu Helias. eins mikið niðri og hér er gert af dómurum. Þetta kemur okk- ur bara í koll, þegar erlendir dómarar eru við stjórn. — Hvernig finnst þér hand- knattleiksforustan standa sig? — Hún hefur gert marga góða hluti. en það er aldrei hægt að gera alla ánægða. I framtíðinni verðum við að taka peninga inn í spilið að einhverju leyti, ekki til að greiða leikmönnum kaup fyrir að keppa og æfa heldur til að bæta þeim fjárhagslegan skaða, sem þeir verða fyrir vegna þátttöku sinnar í íþróttum. Sjálf- ur hef ég reynslu af því, hve kostnaðarsamt það getur verið að stunda handknattleik. — Að lokum Hjalti. þú hefur ekki hugsað þér að hætta á næst- unni? — Nei, ertu frá þér. Eg verð í þessu þangað til ég verð fertug- ur! En í alvöru talað. þá verð ég aldrei svo lengi, en hins vegar stend ég í markinu eins lengi og ég hef gaman af þessu, — það er að segja, á rneðan ég er liðtækur, sagði Hjalti hlæjandi að lokum. Vonandi eigum við eftir að sjá Hjalta, þennan geðþekka og prúða leikmann, leika lengi í marki ennþá. Fátt virðist benda til þess, að Hjalti sé á niður- leið. Ennþá er hann bezti mark- vörður okkar og vinnur hylli áhorfenda með frábærri mark- vörzlu sinni. — „Eg vildi, að Hjalti væri alltaf í marki“, sagði lítill strákhnokki í Laugardals- höllinni um daginn og klappaði saman lófunum af hrifningu, þegar hann sá Hjalta verja. Það er kannski til of mikils mælzt við Hjalta, að hann standi í marki til eilífðarnóns, en íslenzkir hand- knattleiksunnendur eiga þá ósk heitasta að hafa jafnan eins góð- an markvörð og Hjalta í lands- liðsmarkinu. — alf. IÞROTTABLAÐIÐ 31

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.