Íþróttablaðið - 01.11.1969, Page 9

Íþróttablaðið - 01.11.1969, Page 9
Ingvar N. Pálsson Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning á starfi íþróttafélaga. Vonir standa til að enn sé hægt að auka það, enda teljum við það höfuðnauðsyn fyr- ir þjóðfélagið. En öll íþróttafélög berjast í bökkum fjárhagslega, þau eiga því erfitt um vik með aukið starf, sem kallar á meiri fjármuni en þau hafa nú yfir að ráða. Þeim er algjörlega ofvaxið að greiða nr sjóðum sínum laun til íþrótta- fólks vegna æfinga og keppni og ég hef ekki trú á því, að það opinbera, ríkisvaldið, bæjar- og sveitafélög, myndu styrkja slíka atvinnumennsku. Atvinnumennska í íþróttum hefur heldur ekkert þjóðfélags- legt gildi fyrir svo litla þjóð sem okkar enda þótt margur vildi taka upp atvinnumennsku vegna þjóðarstolts, í þeirri trú að þá Sigurdór Sigurdórsson ættum við að geta unnið stórþjóð- ir oftar á íþróttaleikvangi en nú á sér stað. Vegna fámennis hér er slíkt engin trygging, og þá betra að tapa leik sem góður áhugamað- ur en miðlungs atvinnumaður. Með meiri þátttöku í íþrótt- um og bættri aðstöðu um allt land til íþróttaiðkana eigum við stöðugt von á að eignast afreks- rnenn, eins og t. d. Vilhjálm Ein- arsson. Það er engin vissa fyrir því að Vilhjálmur hefði orðið betri þótt hann hefði fengið pen- inga fyrir íþrótt sína. Það má einnig draga það í efa, að hand- knattleikslið F.H. hefði náð lengra þótt það hefði fengið greiðslu fyrri æfingar. Það er enn eins gott og mörg erlend hálf- atvinnumannalið. Það hafa leik- menn þess margoft sýnt erlend- is. Elías Hergeirsson Sannleikurinn er sá, að það er hægt að ná langt á áhuga og leik- gleðinni, en hvortveggja fer for- görðum, ef menn fara að hafa íþróttir fyrir atvinnu. Það eru oft gerðar miklar kröf- ur til okkar ágætu íþróttamanna og kvenna. Þjóðin krefst að þeir sigri stórþjóðir í leik. Slíkt er ósanngjarnt þegar lit- ið er á allar aðstæður, því oft verður íþróttafólk okkar að heyja ójafnan leik við atvinnumenn stórþjóða, sem þar að auki hafa betri aðstöðu en við til þess að iðka íþróttir. Víðast hvar annars staðar eru sumrin lengri og veð- ursæld meiri, en hér á landi, en það eitt nægir til þess, að ná mun betri árangri a. m. k. í öllum úti- greinum, en hér er hægt. íþróttir eiga heldur ekki að vera iðkaðar til þess eins að sigra, þótt sigrar geti verið kærkomn- IÞROTTABLAÖIÐ 33

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.