Íþróttablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 10
ir, eins og sigurinn yfir Dönum í landskeppni í sundi nú fyrir skömrnu. En það er þjóðarstoltið sem krefst sigra, þess vegna hafa kom- ið fram háværar raddir hér, þeg- ar illa hefur gengið, að nú verði að innleiða atvinnumennsku í íþróttum. Hið rnikla þjóðarstolt sem allar þjóðir ala í brjósti, ógnar nú tilveru veglegustu íþróttahátíðar lieims, „Olympíu- leikunum". Stórþjóðir þjálfa nú atvinnumenn vísindalega til þess eins að bæta metin og sigra. Aðeins stærstu þjóðirnar geta verið þar með í hinu mikla sek- úntu og centimetrastríði, hinir minni eru dæmdir til að hverfa í skuggann í flestum tilfellum. Vegna þessa metnaðar er nú talað um það í alvöru að hætta að leika þjóðsöng sigurvegarans eða draga fána lands hans að hún. Vítin eru til varnaðar, og þess vegna eigum við ekki að taka /-------------------------------------------> Spurning íþrótta- blaðsins V--------------j upp greiðslur til íþróttamanna, nema í samræmi við núverandi áhugamannareglur I.S.Í., það myndi spilla góðurn félagsanda, kosta mikla fjármuni. Áður en af er vitað myndum við lenda í vandræðum með það hvar ætti að draga mörkin með greiðslur. Svar Ingvars N. Pálssonar: Það er alkunnugt, að í flestum löndum heims er atvinnu- mennska í íþróttum talin sjálf- sögð og eðlileg og er hún á því hærra stigi, sem áhugi á íþrótt- um er meiri, og ber að sjálfsögðu hæst meðal fjölmennari þjóða. Annars staðar er um svokallaða hálf-atvinnumennsku að ræða, sem fólgin er í því, að íþrótta- menn stunda venjuleg störf, eins og aðrir, en í frítímum sínum æfa þeir íþróttir og keppa fyrir félög sín og taka einhverjar ákveðnar greiðslur fyrir, sem fer ugglaust eftir getu félagsins og dugnaði þeirra sjálfra. Ég dreg ekki í efa, að nú þegar væri búið að taka upp atvinnu- mennsku hér í íþróttum í ein- hverri mynd, ef fjölmennt þjóð- félag byggði þetta land, en ég lít svo á, að einkum og sérílagi vegna fámennis þjóðarinnar og féleysis sé slíkt ekki framkvæm- anlegt og því tel ég, að ekki sé grundvöllur fyrir því að breyta áhugamannareglum Í.S.Í. að þessu leyti. Það er staðreynd, að íþrótta- hreyfinguna skortir mikið fé, sem þyrfti til þess að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Víða vantar íþróttavelli (grasvelli) og íþrótta- mannvirki, en þó tel ég, að hvað mest skorti fé til þess að geta gefið íþróttafólki, bæði einstakl- ingum sem og íþróttaflokkum, kost á að njóta fulkominnar þjálf- unar. Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti og meðan svo er, sem raun ber vitni, tel ég ekki tímabært að tala um atvinnu- mennsku í íþróttum hér á landi. Hitt er svo annað mál, sem ég vil gjarnan geta að lokum, að ég lít svo á, að við íslendingar ætt- um að geta unað hlutskipti okk- c.evv' a I/fy \c\ö . . . hafa Almennar tryggingar haslað sér völl. Félagið hefur starfað á annan aldarfjórðung og jafnan leitast við að uppfylla þarfir íslenzkra tryggingartaka. ALMENNAR TRYGGINGARf P05THÚ88TRÆTI9 8ÍMI 17700 W n 34 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.