Íþróttablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 11
ar vel, þrátt fyrir allt, því mér finnst einhvern veginn að víða, þar sem atvinnumennskan ríkir, fari mesti ljóminn af íþróttinni sem slíkri vegna þess, að metn- aður og metorðagirnd ná yfir- höndinni, en hin sanna íþrótta- hugsjón á ekkert skylt við slíkt. Svar Eliasar Hergeirssonar: „Með breyttum tímum þarf nýjar reglur. Ég tel nauðsynlegt að breyta áhugamannareglum Í.S.Í. þannig að heimilt sé að greiða beztu íþróttamönnum í elzta flokki fyrir æfingar, til þess meðal annars að íþróttamenn hér hætti ekki iðkun íþrótta jafn ungir og nú á sér stað og stöðvi eðlilega framþróun íþrótt- anna hér á landi.“ Svar Sigurdórs Sigurdórssonar: Ég tel það meira en sjálfsagt að breyta áhugamannareglum Í.S.I., ég tel það nauðsyn. Ég hygg, að ísland sé eina landið í veröldinni þar sem þessi úreltu áhugamanna- ákvæði eru í gildi og ef við hugs- um okkur að taka þátt í íþrótt- um þjóðanna í framtíðinni, þá verðum við að afnema þessi ákvæði um áhugamennskuna og leyfa atvinnumennsku í einhverri mynd. En þegar rætt er um að koma hér á vísi að atvinnumennsku í íþróttum, vaknar að sjálfsögðu sú spurning, hvort til þess sé nokk- ur möguleiki hjá svo lítilli þjóð. Ég svara því hiklaust játandi og vil rökstyðja það nánar. Eg álít, að því fari fjarri, að allir tekju- möguleikar íþróttahreyfingarinn- ar séu nýttir til fulls. Til að mynda er það óþekkt fyrirbrigði hér á landi, að bjóða fyrirtækjum að auglýsa bæði á úti- og inni- leikvöngum, en slíkar auglýsing- ar eru stór þáttur í tekjuöflun íþróttafélaga erlendis. Þá hefur það komizt í tízku, meðal annars á Norðurlöndum, að íþróttafélög bæru merki einhvers fyrirtækis á búningi sínurn gegn góðri borg- un. Þá er ótalinn sá möguleikinn sem mest hefur verið notaður á hinum Norðurlöndunum, það er að að segja, að koma íþróttafólki í þannig atvinnu, að það fái að vinna styttri vinnutíma en ann- að starfsfólk, til þess að það geti stundað íþróttaæfingar lítið þreytt eftir stuttan vinnutíma. Þetta hafa Norðmenn, Danir og sér í lagi Svíar notað mikið. Sænsk fyrirtæki hafa gengið svo langt að hafa yfir að ráða íþrótta- liðum, sem ekkert gera annað en leika undir nafni fyrirtækisins og er sænska handknattleiksliðið SAAB, sem hingað kom á síð- asta ári gleggsta dæmið um það. í nútímalífi er lífsbaráttan hörð og hún er það engu síður hjá íþróttafólki en öðrum mönn- urn. Þess vegna er ekki hægt að ætlast til þess, að íþróttafólk fórni svo og svo miklu af dýr- mætum tíma sínum til æfinga og keppni, sér í lagi þar sem sífellt er krafizt meiri tíma til æfinga og keppni ef árangur á að nást, án þess að einhver greiðsla komi fyrir. Ég geri mér fulla grein fyr- ir því, að atvinnumennska eins og hún gerist hjá stórþjóðunum, kemur ekki til greina hjá okkur, en vísir að henni verður að koma hér, annars drögumst við sífellt lengra afturúr öðrum þjóðum á sviði íþrótta. Endurbygging vélarinnar kostar aðeins brot af verði nýrrar. Þ. JÓNSSON 0 CO. ss,™™™ L, Ríkisútvarpið Auglýsingasímar eru: 2 22 74, 222 75 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 35

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.