Íþróttablaðið - 01.11.1969, Síða 12

Íþróttablaðið - 01.11.1969, Síða 12
Keppendur fyrsta landsmóts í golfi 1942. Taldir frá vinstri: Efri röð: Gunn- laugur Gíslason, Benedikt Bjarklind, Frímann Ólafsson, Páll Jónsson, Vern- harður Sveinsson, Gísli Ólafsson, Einar Guttormsson og Halldór Magnúsoon. Fremri röð: Jakob Hafstein, Gunnar Hallgrímsson, Helgi Eiríksson, Sigtrygg- ur Júlíusson, Halldór Hansen, Axel Halldórsson, Ólafur Gíslason og Georg Gíslason. — Á myndina vantar: Daníel Fjeldsted, Jóhannes Helgason, Sig- mund Halldórsson, Ásmund Steinsson og Jón Ólafsson. . . . að golfíþróttin mun hafa verið iðkuð á íslandi fyrst skönnnu eftir 1920 í Vest- mannaeyjum? Annars var ekki farið að iðka golf að ráði á Islandi fyrr en á f jórða tug aldarinnar. Læknarnir Gunnlaugur Einarsson og Valtýr Albertsson höfðu kynnzt íþróttinni á ferða- lögum um Norðurlönd og voru aðalhvatamenn að stofnun Golfklúbbs íslands 1934. Var klúbburinn stofn- aður 14. september það ár og voru stofnfélagar 57 tals- ins. Ári síðar festi golf ræt- ur sínar á Akureyri og nokkru síðar í Vestmanna- eyjurn. Fyrsta íslandsmeist- aramótið í golfi fór fram í Reykjavík 1942, sama ár og Golfsamband íslands var stofnað, og varð Gísli Olafs- son fyrsti Islandsmeistar- inn. Sigraði hann einnig í tvö næstu skipti, 1943 og 1944, en 1945 varð Þorvald- ur Ásgeirsson íslandsmeist- ari Til gamans má geta þess, að 1944 var íslands- mótið haldið í Skagafirði á sérstökum velli, sem gerður hafði verið í tilefni móts- ins, svo sjá má, að víða hef- ur litli hvíti boltinn verið sleginn. Mikil grózka var í golfíþróttinni á þessurn ár- um, en aldrei hefur áhug- inn þó verið eins mikill og nú, því iðkendur golfs á íslandi í dag skipta þús- undum víðs vegar um land- ið. /-------- --------------------------\ LÁGT SKAL LÆKKA! ERTU AÐ BYGGJA? VILTU BREYTA? ÞARFTU AÐ BÆTA? Lítið við í LITAVERI 36 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.