Íþróttablaðið - 01.11.1969, Side 16

Íþróttablaðið - 01.11.1969, Side 16
Knattspyrnuvertíðin 1969 er senn á enda, knattspyrnuvertíð, sem hefur verið ánægjuleg og athyglisverð um margt. í lok keppnistímabilsins er ekki óeðli- legt að líta um öxl og spyrja, hvort við höfum gengið til góðs, þó ekki verði leitazt við að gera neina allsherjarúttekt á knatt- spyrnunni 1969 í þessari grein. Það hefur ekki farið framhjá neinum, sem fylgzt hefur með knattspyrnunni, að nýir vindar hafa blásið um þessa uppáhalds- Höfum við gengið til góðs? svo slæmur. Sigur gegn Bermuda- mönnurn, en naumir ósigrar gegn Norðmönnum, Finnum og Frökkum, að ógleymdum leikn- um gegn Arsenal, þar sem ís- lenzka liðið sýndi góða knatt- spyrnu. Kannski er engin ástæða til að gleðjast sérstaklega yfir þessum árangri, en hví ekki að gleðjast yfir augljósum bata sjúk- lings? Landsliðið er á batavegi. Uppgjafatónninn horfinn. Lek- inn upp við íslenzka markið stöðvaður. Umfram allt, hugar- Knattspyrnan 1969 undir smásjá íþróttagrein íslendinga, og logn- mollan, sem svo lengi hefur ríkt, er horfin. Nýir vindar eða mold- viðri? Sjálfsagt eru jafnskiptar skoðanir um það og manninn, sem stendur á bak við þessa veðra- breytingu, Albert Guðmundsson, formann Knattspyrnusambands íslands. Spurningin, sem fyrst kemur upp í hugann, er sú, hvort knatt- spyrnan, sem við sáum leikna í sumar, hafi verið betri en sú, sem sézt hefur undanfarin ár. Og svarið verður já, alla vega hvað landsliðið snertir, en það sýndi ótvíræðar framfarir. Um félags- liðin er það að segja, að almennt munu þau hafa hagnazt af vetrar- æfingunum, þó að ekki sé hægt að tala um stórstígar framfarir. Ef við snúum okkur fyrst að landsliðinu og árangri þess, kem- ur í ljós, að árangurinn er ekki farsbreyting meðal landsliðspilt- anna, sem aftur hafa öðlazt trú á sjálfa sig. Á það ber að líta, að landsleikirnir þrír, sem tapazt með eins og tveggja marka mun, eru leiknir erlendis. Munurinn eins lítill og getur verið. Hvað hefði ekki getað gerzt á heima- velli? Þeir, sem sáu leik íslenzka landsliðsins gegn Norðmönnum á sjónvarpsskerminum, eru al- mennt sammála um, að þar hafi 40 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.