Íþróttablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 17
tvö jöfn lið leikið — og sigurinn hefði alveg eins getað orðið fs- lendinga. Það er langur vegur frá fdrætsparken í Kaupmanna- höfn til Þrándheims, en þann veg hefur íslenzka landsliðið gengið til góðs. Það er ekkert vafamál, að vetr- aræfingarnar og undirbúningur- inn, sem hafinn var í desember í fyrra, eru lykillinn að ágætum árangri landsliðsins, en aukaverk- anir þær, sem þessi undirbúning- ur hafði, eru ótaldar. Strax og fréttist um vetraræfingar lands- liðsins, hófust félögin handa, miklu fyrr en þau fara venjulega af stað með æfingar. Það voru ekki einungis Reykjavíkurfélög- in, sem hófu að æfa í misjöfnum vetrarveðrum. Utan af lands- byggðinni fóru að berast fréttir um æfingasókn. Þannig breidd- ist áhuginn eins og eldur í sinu um land allt, frá Reykjavíkur- svæðinu, vestur og norður um land og jafnvel til Austfjarða. sem lengi hafa verið einangruð knattspyrnubyggð. Og ekki létu Vestmanneyingar heldur á sér standa. Þau félög, sem fyrst hófu að æfa og lögðu rnest að sér, voru betur undir keppnistímabilið bú- in en hin, sem síðar fóru af stað. Þannig var KR-liðið mjög vel undirbúið strax um vorið, enda átti félagið marga leikmenn í landsliðshópnum, auk þess, sem þeir æfðu hjá félaginu, og kont Frá úrslitaleik íslandsmótsins. Jón Ólafur, Keflavík leikur framhjá Halldóri Einarssyni, Yal. engum á óvart, þótt K.R. sigr- aði í Reykjavíkurmótinu með miklum yfirburðum. Aðrar ástæð- ur liggja fyrir því, hve illa fé- laginu gekk í íslandsmótinu, en það stafaði mikið til af því, að leikmenn K.R. meiddust hver af öðrum á óhentugum tíma. Utanbæjarfélögin Keflavík, Akranes og Vestmannaeyjar ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN H E K L A h.f„ Laugavegi 170-175 — Sími 21240 41 IÞROTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.