Íþróttablaðið - 01.11.1969, Page 21

Íþróttablaðið - 01.11.1969, Page 21
Sambandsráðsfundur ÍSÍ vekur athygli á fjárhagsörðug- leikum íþróttahreyfingarinnar Fundur sambandsráðs íþrótta- sambands íslands, hinn 37. í röðinni, var haldinn í Reykjavík, laugardaginn 27. september sl. Fundinn setti og stjórnaði Gísli Flalldórsson, forseti Í.S.Í. Hel/tu viðfangsefni voru þessi: 1. Forstjóri upplýsingadeildar norska íþróttasambandsins, Per Hauge-Moe flutti mjög ýtarlegt og fróðlegt erindi með skýringar- myndum um starf norska íþrótta- sambandsins varðandi íþróttir fyrir alla eða TRIM eins og Norðmenn kalla það. Að erindi loknu svaraði Per Hauge-Moe fyrirspurnum. 2. Forseti I.S.I. flutti skýrslu framkvæmdastjórnar I.S.Í. 3. Sveinn Björnsson, formaður íþróttahátíðanefndar Í.S.Í. ílutti erindi um undirbúning íþrótta- hátíðarinnar 1970. 4. Tekin voru fyrir fjármál íþróttasambandsins ogflutti Gísli Halldórsson, forseti Í.S.Í. fram- söguræðu. Umræður urðu miklar um öll þessi mál og þá sérstaklega það síðasta „fjármálin" og voru tvær meðfylgjandi ályktanir gerðar. „Fundur sambandsráðs íþrótta- sambands íslands, haldinn í Reykjavík 27. september 1969, telur að íþróttahreyfinguna van- hagi svo mjög um fé til starfs síns, að um stöðnun og afturför verði að ræða komi eigi til stór- auknir styrkir frá opinberum að- ilum. Fyrir því skorar fundurinn á ríkisstjórn og Alþingi, að verða við þeim tilmælum íþróttasam- bandsins að styrkir verði hækk- aðir svo á fjárlögum 1970, sem íþróttasambandið fer fram á í bréfi til Menntamálaráðuneytis- ins 5. júlí 1969-“ „Fundur sambandsráðs í þrótta- sambands íslands, haldinn í Reykjavík 27. september 1969, skorar á allar bæjar- og sveita- stjórnir að hækka verulega styrk- veitingar sínar, þegar á næsta fjárhagsári til íþróttamála, svo tryggja megi síaukið starf íþrótta- og ungmennafélaga héraðsins í þágu æskunnar og sveitafélagsins í heild.“ f--------------------------------~j TRABANT model 1970 er gjörbreyttur bíll! Gjörbreyting hefur orðið á: kúplingu — startara hemlum — hitakerfi Endurbætur hafa orðið á: gírkassa — dynamo loftblásara Fyrsta sending kom í sept.: Uppseld. Önnur sending kemur í nóv.: Uppseld. Þriðja sending kemur í jan. 1970 Verð: De Luxe fólksbifreið: kr. 166.000.— Verð: De Luxe station-bifr.: kr. 176.000,— Sjálfskiptir eru ca 14-15.000 kr. dýrari. INGVAR HELGASON heildverzlun Símar: 8 4510 og 8 4511 -________________________________) BIFREIDA TRYGGINGAR SLYSA TRYGGINGÁR BRUNA TRYGGINGAR Á TRYGGINGAMIÐSTODIN HF. AÐALSTRÆTI 6 SIMI: 19460 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 45

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.