Íþróttablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 24

Íþróttablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 24
var byggður á reynslu þjálí'ara hennar, Yves Durand Saint- Omer, 45 ára gömlum manni, sem eitt sinn var sjálfur nrikill 400 metra hlaupari og náði bezt- um tíma 50,3 sek. Þjálfunarað- ferðir hans, sem voru sagðar allt of strangar fyrir kvenfólk, áttu ekki upp á pallborðið hjá opin- berum þjálfurum. Durand Saint- Orner uppgötvaði Colette dag nokkurn árið 1960, þegar hún var 14 ára skólastúlka í bænum Royan, nálægt Bordeaux á suð- vesturströnd Frakklands. Þá var hún að keppa í þríþraut fyrir skóla sinn. Royan er fjölsóttur ferðamannastaður og það var erf- itt að einbeita sér að frjálsíþrótt- um, þegar baðströndin lieillaði. En Colette hélt áhuganum óskert- um, og á unglingamóti árið 1964 hljóp hún 200 metra á 25,4 sek. ,,Frá þeirri stundu“ segir hún, „vissi ég, að ég gæti komizt lengra, og einsetti mér það.“ En árið 1965 var henni erfitt. Eftir að hún hafði tekið kenn- arapróf í eðlisfræði, átti hún þess kost, að fara á námskeið í París. En henni leiddist þar, hún var einmana og fór aftur til Royan eftir nokkra mánuði. Skömmu síðar fékk hún stöðu eðlisfræði- kennara í La Réole, 40 mílur r ~~-------------------- Verzlið * 1 frá Bordeaux, og þar kennir hún enn. Tímamót mörkuðust í lífi Col- ette sem frjálsíþróttakonu, árið 1966. Þá tók hún í fyrsta sinn þátt í Frakklandsmeistaramóti, nær óþekkt. Hún fór sér nrjög geyst af stað í 400 metra hlaup- inu og varð önnur á 54,2 sek., en Monique Noirot sigraði. Col- ette átti að taka þátt í Evrópu- meistaramótinu í Búdapest, en af einhverjum óskýranlegum á- stæðurn, fór henni mjög aftur síðustu vikurnar fyrir mótið og formaður frjálsíþróttasambands- ins, Robert Bobin, ákrað á síð- ustu stundu, að hún yrði ekki meðal þátttakenda. Bezti árang- ur hennar í 400 m. hlaupi á síð- ustu æfingunum var aðeins 56,6 sek. Colette neyddist því til að sitja í örvæntingu sinni heima í Roy- an, meðan Monique Noirot krækti sér í brons-verðlaunin á 54,0 sek. Síðar hefur Colette sagt, að þá hafi hún ákveðið að hætta við frjálsíþróttir fyrir fullt og allt. En þjálfari hennar taldi um fyrir henni og hún hóf æfingar á ný árið 1967. En þá var áhug- inn ekki eins mikill og jafnvel þótt hún næði tímanum 54,1, þá hvarflaði ekki að henni, að hún ætti eftir að verða bezti 400 nretra hlaupari í heiminum. Nú var farið að hugsa um Olympíuleikana og þjálfari CoF ette skipulagði æfingadagskrá hennar. Á hverjum morgni hljóp hún fjóra til finnn kílómetra um nágrennið og síðan æfði hún á hlaupabrautinni síðari hluta dagsins. Það voru mjög strangar æfingar, sem voru miðaðar við þjálfun karlmanna. En árangur- inn kom fljótlega í ljós og var framar öllum vonum. Vorið 1968 hljóp hún 100 nretrana á 11,6 eða 11,7, þrern til fjórum tíundu sekúndum betri tínra, en henn- ar bezti tínri fram að því hafði verið. En það var fyrst unr sunr- arið, þegar hún hafði sumarleyfi frá skólanunr og dvaldist í þjálf- unarbúðum í Font-Ronreu, að Colette sló í gegn. Á óopinber- unr æfingamótunr, hljóp hún 300 metra á 374 sek. og oft 100 metra á r 1,4. (Á æfingum síðar í Mexi- co, þar sem þjálfari hennar var með henni, hljóp hún marga 200 metra spretti, með örstuttum hvíldum á 24,5 sek. hvern sprett.) Þegar hér var konrið, voru stjórnendur frjálsíþróttasam- bandsins í Frakklandi orðnir uggandi um heilsu hennar af öll- um þessunr ströngu æfingum og óttuðust, að hún myndi aðeins ofþreyta sig. en ekki ná mark- verðunr árangri. Engintr vissi. hvað hún gat, en Durand Saint- Onrer, var viss urn getu hennar og fullyrti, að nú gæti hún hlaup- ið 400 metra á 52,0 og hefði góða möguleika á að vinna verð- laun á leikunum í Mexico. Varla þarf að taka það franr, að hann var eini maðurinn, sem treysti svo fyllilega á getu Colette. En kraftaverkið gerðist samt sem áður, þótt hún væri aðeins finrnrta í röðinni lengst af í úr- 48 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.