Íþróttablaðið - 01.11.1969, Page 26

Íþróttablaðið - 01.11.1969, Page 26
Um miðbik 800 m hlaupsins í Mexikó var Besson aðeins í 5. sæti. tíðarinnar og hún hefur þegar hafið árið 1969 vel með sigri sín- um á Evrópumótinu innanhúss í Belgrad, en þar hljóp hún á 54,0 sek. Og síðan á Evrópu- meistaramótinu utanh. í Aþenu, þar sem hún setti heimsmet, en varð þó að láta sér nægja 2. sæti. Frjálsíþróttir eru þannig í eðli sínu, að meistarar í þeim öðlast dýpri tilfinningu fyrir íþróttum og vilja gjarnan reyna sig við aðrar greinar Sálfræðilegi hluti þjálfunar og undirbúnings, er enn ekki virtur fyllilega að verð- leikum. Allir, sem ætla sér eitt- hvað, þurfa á einhverri persónu að halda, sem leiðbeinir þeim, treystir á þá og hefur lag á að leiða í ljós það bezta, sem til er í manneskjunni. Þar er Colette Besson ekki í nokkrum vanda, því þjálfari hennar, Durand Saint-Omer, er hennar stoð og stytta. Colette er enn, þrátt fyrir allt, jafn feimin og hlédræg og hún hefur alltaf verið. Hún hefur mikla ánægju af að hlaupa og kærir sig nokkurn veginn koll- ótta um alla frægðina. Hún við- urkennir þó að hafa vissa ánægju af því, að allir þekki hana á götu. En hún er sér þess vel meðvit- andi, að það varir ekki enda- laust. ,,Frjálsíþrótir“ segir Colette ,,eru það mikilvægasta í lífi mínu.“ Hún hlakkar mikið til að taka þátt í Olympíuleikunum í Múnchen árið 1972 og er jafn- vel líka farin að hlakka til árs- ins 1976. „Eg verð bara þrítug þá“ segir hún í fullri alvöru, „og ég er viss um að hafa enn ánægju af að hlaupa. Það eru 400 metr- arnir, 800 metrarnir og fimmtar- þrautin. Ég hef kynnt mér stíl Forburys í hástökki og ég tel mig geta varpað 12 metra í kúluvarpi. ég hef ekki áhyggjur af grinda- hlaupinu, langstökkinu eða 200 metrunum." En það er langt í land og af- rekið frá Evrópumeistaramótinu þarf að endurtakast og betrum- bætast oft. Colette og þjálfari 50 IÞROTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.