Íþróttablaðið - 01.11.1969, Side 29

Íþróttablaðið - 01.11.1969, Side 29
bústofninn til þess að skila sem mestu af sér. Væri nú ekki athugandi fyrir Í.S.Í., með tæplega 30 þúsund manns innan sinna vébanda, þar af stóran hóp æskufólk, að beita sér fyrir fræðslu um hollt mata- ræði, fjörefnainnihald fæðuteg- unda o. s. frv. Því er ekki matur- inn manninum, það sem bensín- ið er bílnum? Það er ekki sama á hverju menn nærast sem erf- iða mikið, eins og t. d. íþrótta- fólk. Óska ég svo blaðinu og íþrótta- fólki gæfu og gengis, og hvet sem flesta til þess að iðka íþrótt- ir í einhverri mynd, þær eru hverjum manni hollar. „Áhorfandi“. Svar: Við þökkum „áhorfanda“ fyr- ir bréfið. Margt athyglisvert er sagt í því og hugmyndin um fræðsluþætti fyrir almenning er vissulega þess virði, að henni sé gaumur gefinn. Leikurinn við Bandaríkjamenn í pósthólfinu var bréf frá tveimur ungum áhugamönnum um knattspyrnu og biðja þeir um svör við eftirfarandi spurn- ingum: 1. Hafa ísland og Bandaríkin leikið fleiri en einn lands- leik? 2. Hvar fór fyrsti leikurinn fram — og hver urðu úrslit hans? 3. Hvernig var íslenzka lands- liðið skipað? Undir 'þetta bréf skrifa tveir áhugamenn, sem nefna sig K og B. Svar: ísland og Bandaríkin hafa að- eins einu sinni leikið landsleik í knattspyrnu. Það var árið 1955 í Reykjavík og lauk með sigri fslands, 3 : 2, og skoraði Gunnar Guðmannsson, K.R. sigurmark- ið aðeins nokkrum mínútum fyrir leikslok. fslenzka liðið var þannig skip- að í leiknum: Helgi Daníelsson (Val) Hreiðar Ársælsson (K.R.) Halldór Halldórsson (Val) Einar Halldórsson (Val) Sveinn Teitsson (Akranesi) Guðjón Finnbogason (Akranesi) Ríkharður Jónsson (Akranesi) Gunnar Guðmannsson (K.R.) Halldór Sigurbjömsson (Akra- nesi) Þórður Jónsson (Akranesi) Þórður Þórðarson (Akranesi) Til nánari skýringar skal þess getið, að Helgi Daníelsson lék á þessum árum með Val, en flutt- ist síðar til Akraness. Ekki er víst að allir kannist við nafnið Halldór Sigurbjörnsson, en „Donna“ kannast flestir við, en þeir eru einn og sami maðurinn. Að lokum má geta þess, að að- eins einn af þessum landsliðs- mönnum leikur knattspyrnu enn í dag, það er Þórður Jónsson, bróðir Ríkharðs. Vandlátir bifreiðakaupendur velja sér bíla frá Chrysler-verksmiðjunum. DODGE og PLYMOUTH eru bílar hinna vandlátu. DODGE og PLYMOUTH eru sterkir og traustir bílar DODGE og PLYMOUTH þola íslenzka staðhætti. Chrysler-umboðið VÖKULL H.F. Hringbraut 121 - Sími 10600 L------------------------—---------------------------------------------------) ÍÞRÓTTABLAÐIB 53

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.