Íþróttablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 2

Íþróttablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 2
Reynir Brynjólfsson, íslandsmeistari í svigi, í viðtali við íþróttablaðið: ,Eigum ekkert erindi á Ólympíuleika# Akureyrskir skíðamenn hafa síðustu árin færzt allmjög í auk- ana og skipa nú orðið yfirleitt flest efstu sætin á stórmótum inn- anlands. Einn þeirra, og af betra taginu, er Reynir Brynjóifsson, 24 ára gamall, og segja má, að hann hafi alizt upp á skíðum. Reynir hefur ótal sinnum orðið Akureyrarmeistari í alpagrein- um og fjórum sinnum íslandsmeistari. í ár ber hann íslands- meistaratitilinn tvöfaldan, síðan hann sigraði í svigi og alpatví- keppni á Skíðamótinu á ísafirði í fyrravetur. Útgefandi: íþróttasamband Islands. Ritstjóri: Alfreð Þorsteinsson. Afgreiðsla: Skrifstofa Í.S.Í. íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Sírni 30955. Prentun: Víkingsprent k._________________________________J f----------------------------------' Á síðari tímum eru gerðar sífellt meiri kröfur um mennt- un þjálfara og leiðbeinenda í íþróttum. Á engan hátt skal lastað hið mikla og óeigin- gjarna starf, sem fjölmargir áhugasamir, en ómenntaðir, þjálfarar hafa lagt af mörk- um, en framhjá þeirri stað- reynd verður ekki gengið, að í framtíðinni verður að byggja meira á menntuðum mönnum á þessu sviði. Sá er líka vilji íþróttaforustunnar. Hér getur fþróttakennara- skóli íslands komið að miklu liði, svo framarlega, sem hon- um er tryggður viðunanlegur starfsgrundvöllur. f mörg ár hefur staðið til að breyta lög- um skólans á þá lund, að hann verði að tveggja ára skóla í stað eins árs skóla eins og nú er. Á síðara skólaárinu myndu nemendur stunda sérstaka val- grein, t. d. knattspyrnu, hand- knattleik eða frjálsíþróttir, og útskrifast sem íþróttakennar- ar með sérgrein að baki. Slíkt yrði mikil lyftistöng fyrir hið frjálsa íþróttastarf í landinu, sem með þessu fengi sérmennt- aða íþróttakennara. Auk þess er gert ráð fyrir, að eftir fyrra skólaárið, taki nemendur skólans að sér þjálf- arastörf hjá íþróttafélögum í þeim greinum, sem þeir ætla að sérmennta sig í. Með þessu móti kemur á hverju ári stór hópur til þjálfarastarfa. Málefni íþróttakennaraskóla fslands og íþróttahreyfingar- innar verða aldrei skilin að, enda greinar á sama meiði. Ritstj. 's,--------------------------------/ Reynir var einn af íslenzku keppendunum á vetrarolympíu- leikunum í Grenoble, og einn- ig hefur hann skíðað í Noregi. íþróttablaðið hitti Reyni að máli fyrir skömmu og ræddi við hann um skíðamál vítt og breitt og sitthvað fleira. — Ef við byrjum þá á Ólymp- íuleikunum í Grenoble. Hvað viltu segja um þá för? — Þetta var nú engin sérstök frægðarför, en auðvitað er mjög gaman að fara svona ferðir, þó ekki sé til annars en læra eitt- hvað af þeim. Ég persónulega þykist hafa lært það, að íslenzk- ir skíðamenn hafa ekkert á Ól- ympíuleika að gera. Miklu nær væri, að taka þátt í landskeppni við Englendinga, Skota, eða ein- hverja, sem við stöndum jagnfæt- is. Þar að auki eru svona ferðalög rándýr, því við töpum mörgum vikum frá vinnu, vegna æfinga. — Hvað heldurðu. að ferðin hafi kostað þig? — Með vinnutapi, sem var um 3 mánuðir í allt, og öllum kostnaði, gizka ég á íoo—150 þúsund, svo þetta var talsvert áfall fyrir fjárhaginn. — Þurfa skíðamenn ekki oft að fá frí úr vinnunni? — Jú, en yfirleitt ekki nema á veturna, og það getur oft orð- ið lengra, en áætlað er, því fyrir kemur, að við verðum veður- tepptir einhvers staðar úti á landi. Til dæmis töfðust margir okkar í viku á Isafirði, eftir landsmótið í fyrra. Vinnutap fá- um við ekki borgað, þótt mikið hafi verið um það mál rætt. Það er svona, þegar maður hefur ekkert félag til að gæta hags- 58 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.