Íþróttablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 12

Íþróttablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 12
Hálío alira landsmanna Það var engin tilviljun, að Í.S.Í. skyldi velja Akureyri sem vettvang Vetraríþróttahátíðar- innar, sem haldin verður í febr.- marz á næsta ári í tilefni af því, að þá verður haldið 50. íþrótta- þing Í.S.Í. Hvort tveggja er, að á Akureyri eru aðstæður til iðk- unar vetraríþrótta beztar og Akureyri getur tekið á móti fleiri gestum en aðrir staðir, sem til greina komu á Norður- og Vesturlandi. íþróttablaðið sneri sér til Jens Sumarliðasonar, form. nefndar þeirrar, sem sér um undirbún- ing og framkvæmd hátíðarinn- ar, og spjallaði við hann um undirbúning. í nefndinni eru auk Jens þeir Hermann Sig- tryggsson, Ingólfur Ármannsson, Pétur Bjarnason, Hreinn Óskars- son, Hermann Stefánsson, Óð- inn Árnason og Birgir Ágústs- son. Þá voru skipaðir sérstakir trúnaðarmenn, Helgi Sveinsson frá Siglufirði, Stefán B. Ólafs- son frá Ólafsfirði, Stefán Bene- diktsson frá Húsavík, Guðmund- ur Ingólfsson frá ísafirði og Stefán Kristjánsson frá Reykja- vík. Hátíð allra landmanna „Það er metnaður okkar Ak- ureyringa, að hátíðin heppnist sem bezt. Og við viljum leggja áherzlu á, að þetta er hátíð allra landsmanna. Þó að Akur- eyri hafi valizt sem vettvang- ur hennar og Akureyringar sjái að mestu leyti um undii’búning- inn, heppast hátíðin því aðeins, að allir leggist á eitt um fram- kvæmd hennar,“ sagði Jens. — Hvað geturðu sagt okkur um undirbúninginn, Jens? — Undirbúningsnefndin hóf störf þegar á síðasta vori með því að kanna möguleika á 'bygg- ingu nýrrar stökkbrautar og vél- frysts skautasvells á Akureyri. Því miður varð lítill árang- ur af þessu starfi nefndarinnar. Samkvæmt mælingum og at- hugunum reyndist stökkbraut í Hlíðarfjalli of kostnaðarsamt og erfitt mannvirki nú. Var því samþykkt að fresta því máli og ákveðið að endurbæta stökk- braut og aðstæður í Snæhólum. Síðastliðið sumar voru einnig gerðar mælingar og tillöguupp- drættir að vélfrystu skautasvelli við Sundlaug Akureyrar og einn- ig við íþróttaleikvang bæjarins. Skipulagsnefnd Akureyrar og bæjarráð hafa enn ekki séð sér fært að taka endanlega ákvörð- un um staðsetningu vélfrysts skautasvells og því fyrirsjáan- legt, að það verður ekki byggt fyrir vetraríþróttahátíðina. Af þessu leiðir að skautaíþrótt- inni verða ekki gerð þau skil, sem þyrfti og verður hlutur Akureyringar undirbúa vetrarhátíð ÍSÍ af fullum krafti 68 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.