Íþróttablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 16

Íþróttablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 16
Skéll, sem utskrifar dugmikið fólk Seint um kvöld rennum við í hlað á Laugarvatni. Það er myrk- ur úti, kalt, og snjórinn þekur jörí'na eins og hvít ábreiða. Það er gott að koma inn í hlýjuna og Árni Guðmundsson, skóla- stjóri íþróttakennaraskólans tek- ur vel á móti okkur. Myndarleg- ur nemendahópur situr í sam- komusal skólans og fylgist með kvikmyndasýningu. Að henni lokinni ávarpar skólastjóri nem- endur. Dagurinn hafði verið dá- lítið sérstakur. Bóndi úr sveit- inni hafði týnzt fyrr um dag- inn og nemendur tekið þátt í leitinni. Þeir fundu hann eftir nokkra leit, en þá var hann lát- inn. Og nú þakkar skólastjór- inn nemendum sínum fyrir vask- lega framgöngu í leitinni. Það er ekki heiglum hent að taka þátt í dauðaleit um hávetur í uppsveitum landsins, þegar allra veðra er von. En nemendur íþróttakennaraskólans verða að vera við öllu búnir. Síðar í líf- inu verður það hlutverk þeirra að ala upn hrausta þjóð. Þegar horft er heim að íþrótta- kennaraskólanum, blasa við þrjú hús. Stærst og veglegast er nýja heimavistarhúsið. Skólastjórabú- staðurinn er einnig glæsileg bygging og sérstæð. Þriðja hús- ið, ef hús skyldi kalla, er lítill timburkofi, sem eitt sinn var nemendabústaður. Ókunnugir myndu aldrei láta sér detta í hug, að svo hafi verið, en afar lengi — og raunar enn í dag — átti íþróttakennaraskólinn við skilnings- og áhugaleysi ráða- manna þjóðarinnar að stríða. Skólinn var alger hornreka í skólamálum íslands, en sem bet- ur fer hefur skilningur aukizt og var gert stórt átak með heima- vistarbyggingunni. En betur rná, ef duga skal. Nú vantar loka- átakið — ný lög um breytta kennslutilhögun, sem gera skól- ann nýtízkulegri og hæfari til að gegna hlutverki sínu. Árni skólastjóri er þeirrar skoðunar, að skólinn eigi erfitt með að rækja hlutverk sitt við óbreytt- ar aðstæður, én að því komum við síðar. Nemendur skólans eru 21 tals- ins. Þeir koma úr mörgum átt- um, Reykjavík, Akureyri, Sel- fossi, ísafirði og víðar. Við feng- um tækifæri til að fylgjast með kennslunni, sem frarn fer í gamla íþróttahúsinu við Héraðsskólann. þ. e. a. s. verklega kennslan, en þar er einnig sundlaug. Eftir á gafst okkur færi á að rabba við Árna skólastjóra um skólann. Hvernig verjið þið deginum í íþróttakennaraskóla Islands? Klukkan 8 eru nemendur mættir í skólastofu og þá hefst kennsla. Síðan rekur hver kennslustundin aðra til klukkan 17.00, en þá byrja nemendur að undirbúa næsta dag. Nokkru eftir kvöldverð gera þeir hlé á vinnu sinni, sem það mega, halda til setustofu og hvílast við tafl, spil, söng o. þ. h. En klukkan 22.00 fara nemendurnir til her- bergja sinna og loka heimavist- unurn. Kennslustundum er svo skipt milli hinna ýmsu bóklegu náms- greina, íþróttanna og æfinga- kennslunnar. Nemendur fá eina kennslustund á dag til æfinga- íþróttakennaraskólinn að 72 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.