Íþróttablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 20

Íþróttablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 20
Piltarnir í leikfimi. Síðan eru liðin 5 ár. Þrátt fyrir margendurteknar óskir ým- issa aðila, er áhuga hafa á mál- inu, hefur ekki enn verið lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um Iþróttakcnnaraskóla Islands. Það er mjög alvarlegt fyrir skólann sem æðstu menntastofn- un þjóðarinnar í þessum efn- um, að vera í slíkum fjötrum. Ég tel þetta mjög bagalegt fyrir íþróttakennsluna í skólum lands- ins og þá er þetta ekki síður bagalegt fyrir íþróttafélögin sem eru í nær stöðugum vandræð- urn með að fá vel menntaða þjálfara til starfa. Hvers vegna telur þú þörf á breytingu? Breyttum tíma fylgja breytt- ir kennsluhættir. 9 mánaða nám í sérskóla þykir ekki langt. Náms- efnið, sem fara þarf yfir og kenna n'emendum svo að það verði þeim tamt, er svo víðtækt að rnjög miklir erfiðleikar eru á að gera því sómasamleg skil á ekki lengri tíma. Sífellt eru að koma fram nýj- ar hugmyndir, og þekking manna á gildi íþrótta vex. Áhrif hreyfingaleysis og ofneyzlu eru að nokkru kunn. Nú er vitað betur en áður hvaða áhrif íþrótta- iðkanir hafa á manninn, bæði líkama hans og sál. Þetta birtist almenningi í stórbættum árangri keppnismanna stórþjóðanna og linnulausri hvatningu þeirra manna, er bezt vita, til almenn- ings um að taka þátt í íþrótt- um. Vísindamenn nágrannaþjóð- anna, uppeldisfræðingar, læknar og lífeðlisfræðingar hvetja fólk HEIMILIS BIFREIÐA - FULLKOMIN ÞJÓNUSTA-TRYGGINGAR FYRIR SANNVIRÐI TRYGGING SAMVINNLTRYGGINGAR ARMÚLA3 • SÍMI 38500 76 IÞROTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.