Íþróttablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 24

Íþróttablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 24
. . . að fyrsta Íslandsglíman fór frarn á Akureyri 20. ágiist 1906 og vann þá Ólafur V. Davíðsson Grettisbeltið og þar með sæmd- arheitið „Glímukappi Islands“? Á Norðurlandi hafði frá ómunatíð verið lögð sérstök rækt við glímuna, sérstaklega í Suður-Þingeyjarsýslu, einkum í nágrenni Mývatns. Var því ekki nema eðlilegt, að Norð- lendingar hefðu forgöngu um að stofna til fyrsta allsherjarglímu- mótsins. Segja má, að hin fyrsta Is- landsglíma hafi átt nokkurn sögulegan aðdraganda. í ársbyrj- un 1906 var háð á Akureyri svo- kölluð veðmáls- eða verðlauna- glíma, sem þeir Jóhannes Jósefs- son og Ólafur V. Davíðsson háðu í „leikhúsinu“ á Akureyri. Svo mikil aðsókn var að þessari kapp- glímu, að fjöldi fólks varð frá að hverfa. Úrslit urðu þau, að Jóhannes sigraði í öll skiptin — þrjár glímur — og hlaut sigur- launin, sem voru 100 krónur, sem þóttu miklir peningar á þeim tímum. Segja má, að þessi viðureign, svo og margar aðrar, sem fylgdu í kjölfarið, hafi verið undanfari hinnar fyrstu Íslandsglímu. . . . að íslandsmeistari í 100 m hlaupi árið 1927 varð Garðar Gíslason og hljóp hann á 11,3 sekúndum? — Þó ótrúlegt megi virðast, hefði þessi árangur fært Garðari íslandsmeistaratitil 1969, 42 árum síðar, því að 1. maður í 100 metra hlaupinu á íslands- mótinu, sem haldið var að Laug- arvatni s. 1. sumar, hljóp á sarna tíma, 11,3 sekúndum. Ef aðrar greinar eru bornar saman, verður samanburðurinn ekki eins hagstæður fyrir hlaup- arana 1927. Þá hljóp Garðar Gíslason 200 metrana á 24,6 sekúndum, en sigurvegarinn í 200 metra hlaupinu í ár hljóp á 23,1 sek. í 400 metra hlaupi hljóp Stefán Bjarnason 1927 á 54,6 sekúndum, en í ár vannst hlaupið á 51,3 sek. í 800 rnetra hlaupi hljóp Geir Gígja á 2:07,0 mínútum, en í ár vannst hlaup- ið á 1:59,5 mínútum. NjótiS lífsins NAUSTI Endurbygging vélarinnar kostar aðeins brot aí verði nýrrar. Þ. JÓNSSON & CO. sZTðlÍ sL 80 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.