Íþróttablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 26

Íþróttablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 26
VITAMIN — IþRÓTTIR Vítamínfræði eru ung að ár- um. En þau hafa skilað svo mik- ilvægri þekkingu í þágu heil- brigðismála, að vafalaust má telja uppgötvun þeirra meðal hins þýðingarmesta. VITA = LÍF Það er engin tilviljun, að víta- mín eru kennd við líf. Stöðugar rannsóknir vísindamanna víða um heim, sanna æ betur, hví- lik lífefni eru í þeim fólgin. Hvílíkt heilsu- og orkugildi þau hafa. Einnig fyrir hina hraust- ustu meðal hraustra, þótt ekki teljist þau til orkuefna. Frá upphafi, — áður en við lítum dagsins ljós, og til enda, — þurfum við gnægð vítamína. En við þurfum fleiri snefilefni. Steinefni og vítamín vinna sam- an í búskap líkamans. Skorti á þau í fæðunni, slaknar smám saman ,á heilsu okkar, þreki þoli og mótstöðuafli. Flestir íslenzkir íþróttamenn, minnsta kosti knattspyrnumenn, munu kannast við Knud Lund- berg. í greinaflokki um vítamín bendir hann á nauðsyn vítamína á vaxtarskeiðinu, og að roskið fólk líði oft af vítamínskorti. Hann skrifar um gildi vítamína fyrir þrek og þol „... topformen“, og um þýðingu þeirra til að auka mótstöðuafl líkamans gegn sjúk- dómum. Sænskir „topp“-íþróttamenn telja vítamín og steinefni sér mjög mikilvæg. Og dr. Cureton ráðlegur þeim, er stunda íþrótt- ir, að auka vítamínskammt sinn, sérstaklega af B1 og 6, og neyta jafnframt hveitikíms eða hveiti- kímsolíu. En úr henni fáum við E-vítamín. Mike Varah, sem tekið hefur þátt í fjölda alþjóðamóta, tel- ur uppbótarefni sér mjög mikil- væg. Murray Rose, þrefaldur 01- ympíu gull-sigurvegari. hinn yngsti í sögunni, tekur, þegar um mikla vöðva áreynslu er að ræða, eins og í sundkeppni, 200—1500 einingar af E-vítamíni ásamt öðrum vítamínum og steinefnum. En engan sérfræðing þarf til að skilja, að þjálfunin ein og góður vilji, duga íþróttamannin- um ekki til afreka. Hann verð- ur að neyta þeirrar fæðu, er skil- ar honum sem mestri orku og þoli, — og óbrotlegum vilja til sigurs. Og aukaskammt víta- mína er trúlegt, að hver einasti íþróttamaður þurfi. En þetta er ekki nóg. íþrótta- maðurinn verður einnig að vera maður til að neita sér um eitur- efni, sem beinlínis draga úr þreki og þoli. Væri óeðlilegt, að íþrótta- mönnum, sem sýnt er það traust og .íheiður að vera valdir til keppni, væri sett það skilyrði, að þeir neyti hvorki víns né tóbaks meðan á þjálfun og keppni stendur? Bæði alkohól og tóbak ræna neytandann víta- mínum. Einmitt þeim, sem talin eru íþróttamönnum, hvað nauð- synlegust: B og C. Vítamínum. sem talin eru örva bæði líkam- lega og andlega orku. Næg eggjahvítuefni eru einnig rík nauðsyn. Ég hef aðeins drepið lauslega á nokkur atriði, er varða íþrótta- menn, eigi síður en alla aðra. Atriði, sem ég hygg að hafi verið of lítill gaumur gefinn. Atriði, sem auðvelt er að sann- reyna. — Atriði. sem gera þarf margfalt betri skil. — Atriði. f--------------------------------------h Ríkisútvarpið Auglýsingasímar eru: 2 22 74, 222 75 ^--------------------------------------1 82 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.