Íþróttablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 27

Íþróttablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 27
1 A L LT A F kemur eitt öðru B E T R A P A N T E R X Hlaut verðlaun í Wien 1967 Höfundur kunnur kennari í líkamsrækt. Fullkomnast hliðstæðra tækja. Stælum vöðva, fegrum vöxt, aukum heilbrigði, stjálfstraust og öryggi. Hjá því komumst við ekki ef við æfum reglulega með PANTER X Einnig fjöldi þeirra, er telja sig of gamla til að sýsla við líkamsrækt. Vinsamlegast sendið pöntun sem fyrst. Það auðveldar okkur afgreiðslu með sem minnstum töfum. Ætlum að reyna að afgreiða allar pantanir fyrir jól. Og væri PANTER X ekki fjölmörgum í senn, gagnleg og kærkomin JÓLAGJÖF? Sendum í póstkröfu um land allt. Sendið greinilegt nafn og heimilisfang, og þér fáið upplýsingar. PANTER X UMBOÐIÐ Pósthólf 885, Reykjavík. v______:__________________________________________________________j er (hefja þarf víðtæka fræðslu um. Ég vek aðeins athygli á þeim 1 þeim tilgangi, að menn með fræðilega þekkingu fjalli frekar um þau. Afrek í íþróttum eru mörgum þjóðum mikið metnaðarmál og fullmikið, þegar rómaður íþrótta- maður víkur fyrir viðbrögðum, er jaðra við móðursýki. Sem betur fer, gætir þessa lítið hér. En myndi nokkuð bresta í máttarviðum heilbrigðs metnaðar, þótt afskrifaðar væru með öllu næsta broslegar og barnalegar afsakanir, sem þjóð- inni eru stundum fluttar, er íþróttamenn okkar hafa goldið afhroð á erlendum leikvangi? Það er vissulega heilbrigt að gleðjast yfir góðri frammistöðu og sigrum okkar föngulegu meyja og sveina. En er ekki rétt að taka ósigri með engum afsökunum, en grannskoða veil- ur og orsakir og reyna að læra af þeim? Og fer okkur ekki senn að leiðast að nota smæð þjóðarinnar sem afsökun? Líkamlegt atgervi fer ekki eftir fólksfjölda. Afreksmenn í íþróttum verða engir, hvorki með stórum þjóðum né smáum, án mikillar, markvísrar þjálf- unar. Sá, er gengur hálfur til þjálfunar, getur aldrei orðið af- reksmaður, er á hólminn kem- ur. En sá er líklegur til afreka, sem nýtur þjálfunarinnar, þar eð hún leiðir að settu marki. Án þess hefði Albert Guðmundsson aldrei orðið sá, sem hann var og er. Án þess væri hann ekki lík- legri, öllum öðrum, til að gera íslenzka knattspyrnumenn hlut- genga á alþjóðavettvangi. Við eigum nokkra ágæta íþróttamenn, og margfalt fleiri íþróttamannsefni. Þeir, sem miklar töggur eru 1, munu sjálf- ir gera til sin ærnar kröfur. En þeim ber að veita sem bezta þjálfunaraðstöðu -— og fræðslu. Einnig í mataræði, því að mik- ill sannleikur er fólginn í mál- tækinu: „Matur er mannsins megin“, þótt vissulega sé hann þar ekki allur. Hvernig væri að fá þá, sem senda á til keppni í næstu Olympíuleikum, til að gera al- varlega tilraun? Og myndi rabb- þáttur um þessi efni ekki geta orðið mörgum að nokkru gagni? M. Skaftfells ÍÞRÓTTABLAÐIB 83

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.