Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 10
breyting á högum Svans varð voru hann og eiginkona hans, María Óla- dóttir, langt komin með byggingu framtíðarheimils þeirra. Hlé varð á byggingunni en nú er húsið nærri fullbúiðogfluttu þau ogsonurinn Ari inn réttfyrir jólin. „Margthefurgerstí kjölfar atburðanna þessa septem- bernótt árið 1989," segir Svanur. Hann kveðst hafa vitað það fyrir að hann ætti sér góða fjölskyldu og vini og það hafi sannarlega komið í Ijós þegar á reyndi því þau hjónin hafi notið ómetanlegrar hjálpar við að breyta og Ijúka húsinu. Svanur segir að erfitt sé að koma orðum að því hve vel hafi verið staðið að öllu af hendi ættingja og vina, „og ég veit reyndar ekki hvað ég á að segja." Einstak- lingar, félagssamtök og fyrirtæki hafa komið Svani til hjálpar varðandi hús- bygginguna og segir hann sig aldrei fá það allt fullþakkað. „Það sem mestu varðar er hvað öll þessi hjálp táknar. Hún táknar slíka vináttu og samhug að það er með ólíkindum." „ÆTLA MÉR Á FÆTUR" Á meðan samtali okkar stendur ber Svanurfram rjúkandi kaffi, sem renn- ur Ijúflega í okkur. Hann er íklæddur litríkum íþróttafatnaði og aðspurður kveðst hann stunda líkamsrækt á hverjum degi bæði heima og í sund- lauginni. „Ég lærði margt á Grensás- deildinni og það kemur mér að miklu gagni við að byggja mig upp að nýju og þessi nýja þekking ásamt langri reynslu í íþróttunum reynist mér ákaflega vel." Það kemur greinilega fram í máli Svans að hann leggur mikla áherslu á endurhæfinguna og stundar sundæfingar og þrekþjálfun af kappi. Það leynir sér ekki að það ber árangur því Svanur er mjög hraustlegur og ber með sér að hann sé fþróttamaður. „Ég ætla mér á fætur," segir hann og lítur einarðlega á blaðamann. „Mér eru ekki gefnar neinar sérstakar vonir um að geta gengið án spelka í framtíðinni en hins vegar er ég farinn að verða var við vöðvahreyfingar í lærum og aftan á kálfum og sé þær reyndar þegar ég tek á." Blaðamaður getur ekki varist þeirri hugsun að sá dagur renni upp að Svanur muni stíga hjálparlaust í fæturna, slík er einbeit- ing hans og kraftur. „Ég geri mér grein fyrir því að málin geti hins vegar þróast á annan veg og undir niðri undirbý ég mig undir það að þurfa að nota hjálpartæki um alla framtíð. Maður verður að vera raunsær og taka þann möguleika með í dæmið en allar æfingar mínar núna miða að því að yfirvinna lömunina. Það mun taka sinn tíma og ég verð að sýna þolinmæði. Hið síðastnefnda er stundum svolítið erfitt fyrir mann eins og mig," segir hann glettnislega. TVÍBURAR OG KEPPINAUTAR Eins og fyrr getur eru Svanur og bróðir hans Þröstur svo líkir að sum- um reynist ógerlegt að þekkja þá í sundur. Hvernig er að keppa við mann sem er eins og spegilmynd af manni sjálfum? Svanur rekur upp mikinn hlátur og segir að báðir séu þeir með þónokkuð keppnisskap. „Staðreyndin er hins vegar sú að við höfum alla tíð verið mjög samrýmdir og við höfum aldrei rifist. Að sjálf- sögðu erum við ekki alltaf sammála en í stað þess að deila um málin og halda fram skoðunum okkar höfum við ætíð skotið slíkum málum á frest Fallegt augnablik í lífi stolts föður og nýfædds sonar. Myndin var tekin á Borgarspítalanum nokkrum vikum eftir fæðingu Ara. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.