Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 15
Þetta voru Skíðasambandið, Lyft- ingasambandið og Sundsambandið en enginn mætti heldur frá því síðast- talda fyrir ári. Þessi framkoma er við- komandi sérsamböndum til lítils sóma og virðingarleysi þeirra við at- höfnina, íþróttamennina, sem þau völdu, og þá, sem mættu í hófið, er ámælisvert. En eftirtaldir íþrótta- menn voru valdir: BRODDI KRISTJÁNSSON, var valinn badmintonmaður ársins í 6. sinn. Hann varð íslandsmeistari í einliðaleik og tvíliðaleik á árinu og vann svo til hvert mót hér á landinu í einliðaleik. Hann á 92 landsleiki að baki. ÞORVARÐUR SIGFÚSSON var valinn blakmaðurársinsen hann hef- ur undanfarin ár verið einn af máttar- stólpum íþróttafélags stúdenta og landsliðsins. Hann hófsinnferil áAk- ureyri, eins og svo margir blakmenn, og á að baki 22 leiki með lands- liðinu. KJARTAN BRIEM var valinn borð- tennismaður ársins þriðja árið í röð. Hann dvaldist við æfingar og keppni í Svíþjóð fyrri hluta keppnistímabils- ins en náði samt að verða annar í röðinni yfir stigahæstu menn lands- ins. LINDA STEINUNN PÉTURS- DÓTTIR var valin fimleikamaðurárs- ins annað árið í röð. Hún er aðeins 16 ára gömul en árangur hennar á ferlin- um hefur verið einkar glæsilegur. Linda Steinunn æfir með Björkunum og varð íslandsmeistari 1988, 1989 og 1990. PÉTUR GUÐMUNDSSON, nýbakaður íslandsmethafi í kúlu- varpi, var valinn frjálsíþróttamaður ársins. Hann kastaði kúlunni 21,26 metra á árinu, sem er 5.-6. besti árangurinn íheiminum. ÓLAFUR H. ÓLAFSSON úr KR var einróma kjörinn glímumaður ársins og var þetta í 6. sinn sem hann hlaut nafnbótina. Hann hefur borið höfuð og herðar yfir aðra glímumenn á ár- inu og náðu þeir aldrei að ógna veldi hans. ÚLFAR JÓNSSON, golfklúbbnum Keili, var valinn golfmaður ársins. Úlfar hefur dvalið við nám í Banda- ríkjunum í þrjú ár og tekið miklum framförum. Hann varð 10. í Opna Evrópumeistaramótinu og íslands- meistari og hlýtur nú nafnbótina golf- maður ársins í 5. sinn. GUÐMUNDUR HRAFNKELS- SON, handknattleiksmaður úr FH, var valinn handknattleiksmaður árs- ins. Hann varð Islandsmeistari með liði sínu, hefur leikið með íslenska landsliðinu síðan 1984 og var valinn besti markvörður síðasta íslands- móts. ÓLAFUR EIRÍKSSON var valinn íþróttamaður ársins úr röðum fatl- aðra. Ólafur, sem er aðeins 17 ára gamall, náði glæsilegum árangri á heimsleikum fatlaðra á síðasta ári. Hann setti 3 heimsmetog vann mörg önnur góð afrek á árinu. BJARNI FRIÐRIKSSON var valinn júdómaður ársins í 12. sinn og hefur enginn einstaklingur í neinni íþrótta- grein hlotið slíkan heiður eins oft. Bjarni er glæsilegur fulltrúi íþrótta á íslandi og hann var valinn íþrótta- maður ársins af íþróttafréttamönn- um. ÓMAR ÍVARSSON, sem er 33 ára, var kjörinn karatemaður ársins. Óm- ar hóf að stunda karate árið 1977 en hann varðtvöfaldur íslandsmeistari á árinu. SIGURBJÖRN BÁRÐARSON var valinn knapi ársins, annað árið í röð. Sigurbjörn hefur keppt í hestaíþrótt- um í hátt á þriðja áratug og unnið til Evrópu- og heimsmeistaratitla í keppni á íslenskum hestum. BJARNI SIGURÐSSON, mark- vörður Vals, var valinn knattspyrnu- maður ársins. Bjarni varð bikarmeist- ari í eftirminnilegum leikjum með Val og lék einstaklega vel með ís- lenska landsliðinu. Hann hlýtur þennan titil í annað sinn. Broddi Kristjánsson, badminton- maður ársins. PÁLL KOLBEINSSON, leikmaður KR, var valinn körfuknattleiksmaður ársins. Páll varð íslandsmeistari með liði sínu í fyrra, var valinn leikmaður ársins af andstæðingum sínum í úr- valsdeildinni og kjörinn íþróttamað- ur KR 1990. GUÐMUNDUR HELGASON KR var einróma valinn lyftingamaður ársins. Hann varð íslandsmeistari í sínum þyngdarflokki og jafnframt sigurvegari í stigakeppni Islands- mótsins. Þetta er í annað sinn sem hann er valinn lyftingamaður ársins. SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Sigl- ingafélaginu Ými í Kópavogi, var val- in siglingamaður ársins. Árangur Sig- ríðar á árinu var einkar glæsilegur en hún er aðeins 16 ára gömul. VALDEMAR VALDEMARSSON var valinn skíðamaður ársins. Hann er frá Akureyri og varð bikarmeistari í flokki fullorðinna á árinu. Hann er íslandsmeistari karla í stórsvigi og alpatvíkeppni. ÓLAFUR VIÐAR BIRGISSON var útnefndur skotmaður ársins. Hann sigraði á íslandsmótinu þar sem keppt var með stöðluðum skamm- byssum. RAGNHEIÐUR RUNÓLFSDÓTT- IR var valin sundmaður ársins í ann- að sinn. Hún stundar nám í Alabama í Bandaríkjunum en á árinu komst hún á lista yfir 25 bestu sundmenn heims í sinni grein. EINAR SIGGEIRSSON var valinn tennismaður ársins. Einar varð ís- landsmeistari í einliðaleik karla á ís- landsmótinu og sigraði jafnframt í þremur öðrum tennismótum. Þorvarður Sigfússon, blakmaður árs- ins. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.