Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 23

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 23
góðan þá þarf ég að leika marga leiki í röð þar sem ég stend mig, nýtingin verður að vera jöfn og góð, ég þarf að geta gefið meira af mér en ég geri og standa mig líka í vörninni. Svo ég svari spurningunni þá er mér óhætt að fullyrða að ég hef alla möguleika á því að verða góður leikmaður." — Hverja telur þú vera bestu handknattleiksmennina okkar í dag? „Kristján Arason og Alfreð Gísla- son eru væntanlega þeir sem skara fram úr í dag. Við eigum marga góða en þessir koma fyrst upp í hugann." — Stefnir þú sjálfur á atvinnu- mennsku í handbolta? „Sjálfsagt stefni ég á atvinnu- mennsku og mig langar til að reyna fyrir mér erlendis en ég verð þó að viðurkenna að ég held að það sé frek- ar draumur en veruleiki. Maður þarf að veragóðurtil að komast íatvinnu- „PAÐ VERÐUR AÐ GEFA UNGU STRÁKUNUM TÆKIFÆRI" mennsku — miklu, miklu betri en ég er í dag. Ég held þó að ef ég held áfram á þessari braut og ef ytri að- stæður breytast ekki þá get ég kannski átt einhverja möguleika seinna meir. Þetta fer þó bara eftir aðstæðum hverju sinni." — Það hefur átt sér stað mikil upp- stokkun í landsliðinu. Fyrir utan þjálfaraskiptin hafa margir ungir strákar verið valdir í liðið. „Jú, það er rétt. Meðan þesssir „gömlu" voru í liðinu áttum við ungu strákarnir enga möguleika á að kom- ast í liðið. Við þessir reynslulausu átt- um ekki möguleika gegn þessum reynslumiklu og sterku náungum. Vorum útilokaðir. En við það að þeir hættu opnuðust möguleikar fyrir okkur hina. Það er alveg óvíst að ég hefði komist í landsliðið ef þessir „gömlu" væru enn til staðar. " — Nú er B-keppnin eftir um það bil eitt ár. Áttu von á því að það þurfi að kalla inn eitthvað af „gömlu" leik- mönnunum? „Nei, ég tel að það þurfi ekki að kalla inn þessa „gömlu". Ég held að það sé mikilvægt að Þorbergur byggi á okkur ungu strákunum og ég er viss um að hann verður búinn að finna rétta liðiðeftir eitt ár. Að mínu mati er sterkara að vera með lið þar sem mik- ið er af ungum og metnaðarfullum strákum sem þurfa að sanna sigfrekar en að vera með gamla leikreynda menn sem þurfa ekki að sanna sig. Þeir eru búnir að vinna flesta titla og hafa kannski ekki að neinu sérstöku að keppa. Með tilliti til Heimsmeist- aramótsins árið 1995 þá verða þeir orðnir of gamlir svo það verður að byggja á okkur þessum ungu. Að mínu mati þarf að vera kjarni af „gömlu" reyndu leikmönnunum, s.s. Kristján, Jakob, Bjarki, Geir, Guð- mundur Hrafnkelsog Valdimar, til að hafa einhvern hemil á okkur þessum yngri. En það verður að gefa ungu strákunum tækifæri — það er ekki spurning." — Frami þinn innan landsliðsins hefur verið nokkuð skjótur, ekki satt? „Ætli ég megi ekki fullyrða að ég hafi verið heppinn. Mér tókst að standa mig vel í flestum leikjunum en það voru tiltölulega margir leikir á stuttu tímabili, þ.e. frá mánaðamót- unum nóvember/desember og fram í lok janúar. Minn styrkur er sá að ég get spilað allar stöður fyrir utan og hægra megin og mér er að fara fram í vörninni." — Hvað með Islandsmótið í ár, hverju spáirðu? „Ég held að Víkingur vinni mótið en ég vona að við komum til með að gera það. Að mínu mati er Víkingur með besta og stöðugasta liðið. Þeir léku átján leiki í röð án þess að tapa. Við í Stjörnunni sættum okkur ekki við annað en eitthvað af fyrstu þrem- ur sætunum, fjórða sætið væri hræði- legt. Við erum reynslumeiri og betri en í fyrra en við skiptum um þjálfara sem getur breytt hlutunum dálítið. Það að skipta um þjálfara er að stíga eitt skref aftur á bak til að geta stigið tvö skref fram á við. Ég spái okkur sigri á næsta ári ef kjarninn heldur áfram ogef við höldum áfram á sömu braut. Það er reyndar ekkert sem heit- ir við verðum að fara að vinna Is- landsmeistaratitilinn. Við vorum í öðru sæti tvö ár í röð og náðum Bik- armeistaratitlinum, svo til þess að verða stórveldi verður íslandsmeist- arabikarinn að koma hingað í Garða- bæinn. Við verðum að fara að borga fyrir okkur; allt þetta fólk, sem hefur lagt á sig ómælda vinnu í íþrótta- hreyfingunni hér í Garðabæ, á það skilið. Islandsmeistaratiti11inn væri góð greiðsla." — Sigurður er á fyrsta ári í lög- fræði. Hvernig gengur að samræma stíft nám og handboltann? „Það gengur ekkert allt of vel. Ég verð að standa mig í náminu, ekki síst til að geta fengið námslán. Það orð fer nú reyndar af okkur drengjunum í Garðabæ að lífið sé dans á rósum, við þurfum ekki að hafa neitt fyrir Sigurður stundar laganám við Há- skóla íslands og segist ætla að Ijúka því námi. neinu og pabbi komi bara og borgi. Mig langar reyndar að sjá um mig sjálfur en án námslána get ég það ekki. Með tilliti til þess að samræma íþróttaiðkun og lögfræðina þá gerði ég tvímælalaust vitleysu á sínum tíma þegar ég tók handboltann fram yfir fótboltann. Það væri mun auð- veldara að vera í sparkinu núna. Það er allt í rólegheitunum hjá gömlu fé- lögunum úr fótboltanum núna yfir háannatímann í handboltanum. Um leið er nóg að gera í skólanum. Vegna þess hversu margir landsleikir voru fyrir jól varð ég að sleppa prófi í almennri lögfræði og ætla að reyna við hana ívor. Nú, efégfell þá hefég haustið upp á að hlaupa. Ég er ekkert á leiðinni úr handboltanum fyrir námið. Ég get alltaf tekið námið seinna ef handboltinn og lögfræðin ganga einhverra hluta vegna ekki upp saman. Sömu sögu er ekki að segjaaf handboltanum. Ef alltgengur vel þá get ég spilað næstu tíu árin en ekki mikið lengur. En ég er ekkert á leiðinni að falla eða að hætta í lög- fræðinni. Það áekki við migaðtapa." 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.