Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 25

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 25
„Samningurinn um íþróttahúsið var gerður vegna þess að við vildum fá pottþétta vissu fyrir því að ríkið stæði við sinn hlut fjármögnunarinnar," segir Sturla Böðvarsson. gleði sumra tregablandin á vígsluhá- tíðinni? KOSTNAÐARSÖM MANNVIRKI „Því er fljótsvarað," segir bæjar- stjóri Stykkishólms, Sturla Böðvars- son, í viðtali við íþróttablaðið. „Því miður kom í Ijós fyrir tæpum tveimur árum að ríkið hygðist ekki standa við sinn hluta samningsins um fjármögn- un íþróttahússins." Það kemur fram í máli Sturlu að nokkuð löng saga sé á bak við það að bæjarfélagið náði formlegum samn- ingi við ríkið um fjármögnun íþrótta- hússins. Samkvæmt grunnskólalög- um ber ríkinu að fjármagna 50% skólamannvirkja, þ.m.t. íþróttahúsa. Arið 1985 var nýr skóli tekinn í notk- un í Stykkishólmi en enn þann dag í dag skuldar ríkið bæjarfélaginu lið- lega 9 milljónir króna, sem að vísu hafa náðst samningar um að greiðast skuli fyrir árið 1993. „Sú töf, sem varð á greiðslu hluta ríkisins í fjármögnun skólans, kenndi okkur vissa lexíu," segir Sturla. „Þegar ákveðið var að byggja fþrótta- húsið var gerður formlegur samning- ur við Menntamálaráðuneytið um greiðslur ríkisins til verksins og þegar sá samningur var tilbúinn var okkur ekkert að vanbúnaði." Eftir mikinn undirbúning og skipulagningu íþróttahússins var verkið hafið árið 1987. Til þess að allt væri sem bestúr garði gert var leitað samráðs við íþróttafélögin og íþróttakennara og var öll skipulagning miðuð við það að húsið myndi nýtast hinum mörgu og ólíku þörfum fólks. Hagstæðra til- boða var leitað í einstaka verkþætti og var mikil áhersla lögð á að verði væri stillt í hóf „og jafnframt að verk- ið gengi hratt til þess að kostnaður væri í lágmarki. Samningsgerðin við ráðuneytið var mjög áríðandi fyrir okkur vegna hins gífurlega umfangs og kostnaðar við byggingu íþrótta- hússins," segir Sturla. HEILDARÚTGJÖLD UNDIR ÁÆTLUÐUM KOSTNAÐI Að sögn Sturlu er heildarkostnaður íþróttahússins nú nálægt150 milljón- um króna, sem er nokkuð undir áætl- uðum kostnaði þegar verkið hófst. Skuld ríkisins við Stykkishólm er lið- lega 30 milljónir króna. „Greiðslu- byrði Stykkishólms almennt er nokk- uð þung, eins og svo margra annarra bæjar- og sveitarfélaga. Bærinn er í stöðugum vexti og óhætt er að segja að 30 milljóna króna viðbótarskuld sé ekkert smámál." Af hverju stendur ríkið ekki við sinn hluta samningsins? Sturla svarar ekki strax en segir síð- an að með tilliti til þess að um verkið gildi sérstakur samningur fái hann ekki séð ástæðuna. Hann bendir hins vegar á að Svavar Gestsson mennta- málaráðherra og Ólafur R. Grímsson fjármálaráðherra telji að með til- komu laga um breytingu á verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem tóku gildi 1. janúar, 1990, sé ríkinu ekki skylt að taka þátt á fjármögnun íþróttahússins í þeim mæli sem í samningnum getur. SERSAMNINGAR SKULU VIRTIR „Ég tel þetta sjónarmið ráðherr- anna vera alrangt," segir Sturla og vfsar til greinar númer 75, kafla XIV, f hinum nýju lögum um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Greinin er svohljóðandi: „Ríkissjóður greiðir sveitarfélög- um og félagasamtökum framlög vegna áfallinna skuldbindinga ríkis- sjóðs við byggingu dagvistarheimila, grunnskóla, íjáróttamannvirkja og fé- lagsheimila miðað við stöðu fram- kvæmda í árslok 1989. Við mat á þessum skuldbindingum ríkissjóðs skal miða við núgildandi lagaákvæði um hlutdeild ríkissjóðs í byggingar- kostnaði fyrrgreindra mannvirkja svo og sérsamn i nga sem gerði r hafa verið við einstök sveitarfélög um skóla- mannvirki. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.