Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 37

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 37
sem mig langar að gera þegar ég heyri þetta, er að skora til að sýna þessu fólki að ég er á vellinum til leika knattspyrnu og hjálpa liðinu mínu til að sigra." NENNTI LÍTIÐ AÐ LÆRA Schillaci gekk í grunnskóla í Palermo og hætti skólagöngu eftir skyldunám. „Ég nennti lítið að læra og hugsaði bara um að skemmta mér," segir hann og bætir við: „Mín helsta skemmtun var að sjálfsögðu fótboltinn og ég hugsaði nær ein- göngu um hann. Núna sé ég eftir að hafa ekki lært meira, ég held að það sé gott fyrir alla að hafa ákveðna grunnmenntun og helst ættu menn að sérhæfa sig íeinhverju fagi. Ég hef verið heppinn og er þakklátur fyrir þær gjafir sem Guð hefur gefið mér. Ef ég hefði ekki náð svona langt í knattspyrnunni væri ég fáfróður maður í láglaunastarfi, en ég er mjög ánægður yfir því hvernig mér hefur vegnað í lífinu." — Juventus hefur gengið betur í vetur en í fyrra. Hver er ástæðan að þínu mati? „Þetta er samstilltur hópur sem er fullur af metnaði. Okkur hefur að vísu ekki vegnað jafnvel íöllum leikj- unum og ég reikna með að á næsta leikári verðum við mun betri. Menn eru svolítið þreyttir eftir HM og í Ju- ventus eru margir nýir menn. Mai- fredi þjálfari erstórkostlegurog stuðl- ar að mikilli samheldni meðal okkar. Við stefnum að því að vinna í deild- inni en satt að segja er ég ekki eins sannfærður um það og ég var í upp- hafi leikársins. " MARADONA ER OF GAMALL — Hvað finnst þér um hin stóru liðin, Inter Mílanó og AC Mílanó til dæmis? „Þetta eru stórlið og það er fátt annað um þau að segja. Útlending- arnir í þessum liðum eru mjög góðir og ná að leika vel saman, en það sama má segja um félaga mína í Ju- ventus." Honum finnst Þjóðverjinn Mattheus besti erlendi leikmaðurinn á Ítalíu núna en félagi hans Baggio fær hæstu einkunn sem besti ítalski leikmaðurinn. Um hinn margum- rædda og umdeilda Diego Maradona hefur Schillaci þetta að segja: „Mara- dona er líklega orðinn of gamall fyrir ítalska boltann. Þá er ég ekki að tala um hversu gamall hann sé í rauninni heldur hversu lengi hann hefur leikið á Ítalíu og veriðá toppnum. Hann var „fortissimo" (frábær) og er ennþá mikill leikmaður, en nú er hann far- inn að sýna þreytumerki bæði innan vallar og utan. Þegar svo er komið eiga menn að hætta. Menn eiga að hætta á toppnum, ekki á niðurleið." Hvert skyldi markmið Schillacis vera í knattspyrnunni? „Ég vil bæta mig. Á hverjum degi vil ég vera betri en ég var í gær og ég held að aðeins með því móti geti menn náð verulega góðum árangri. Ég vil vinna vel fyrir Juventus og gera mitt besta til að það verði aftur stórlið á heimsmæli- kvarða eins og það var fyrir nokkrum árum. Við höfum allt til brunns að bera og með ofurlítilli heppni og Toto Schillaci sjö ára fyrsta skóla- daginn. Skólaganga hans var ekki löng, en nú sér hann eftir að hafa ekki lært meira. „Ég er kaþólskur og finn fyrir sterkri Guðstrú í hjarta mínu." 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.