Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 39

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 39
Guðs blessun ætti okkur að takast að ná því markmiði. Mig dreymir líka um að geta tekið þátt í HM '94 í Bandaríkjunum. Það er stórkostleg reynsla að taka þátt í heimsmeistara- keppni og ég vona svo sannarlega að ég verði þeirrar gæfu aðnjótandi að leggja mitt af mörkum fyrir ítalska landsliðið 1994." — Ég hef tekið eftir því að þú talar oft um Guð. Ertu trúrækinn maður? „Já ég er kaþólskur og finn fyrir sterkri Guðstrú í hjarta mínu. Ég signi migtil dæmis alltaf þrisvar áðuren ég fer inná völlinn og áður en ég stíg uppí flugvél. Ég fer reglulega í kirkju þótt ég skrifti ekki mjög oft. En það er bara af því ég hef hreina samvisku!" segir hann og gamla stríðnisglottið er aftur komið á sinn stað. Schillaci er skemmtilegur þegar hann setur upp þennan svip. Þá verður létt yfir hon- um, en þess á milli á hann það til að vera allt að því dapurlegur á svipinn. — Sumir hafa líkt Schillaci við Paolo Rossi, markakónginn í HM á Spáni 1982 og öðrum finnst hann minna á Pietruzzu Anastasi, aðra knattspyrnustjörnu frá Sikiley. Hvað ætli honum þyki sjálfum um þennan samanburð? „Það er alltaf gaman þegar manni er líkt við stórstjörnur og að sumu leyti fyllist maður stolti. Hins vegar legg ég áherslu á að ég er Salvatore Schillaci ogenginn annar. Ég kem frá fátækrahverfi áSikiley ogéger stoltur af uppruna mínum og ánægður yfir þeim árangri sem ég hef náð á knatt- spyrnuvellinum." Toto er giftur og á tvö börn. Rita, konan hans fer á alla heimaleiki með Juventus og hvetur mann sinn og fé- laga hans til dáða. Jessica dóttir þeirra er þriggja ára, en Matteo litli fæddist meðan Toto var upptekinn í HM í sumar. „Ég var mjög spenntur fyrir fæðinguna og fréttin um að allt hefði gengið vel og Matteo hefði fæðst heilbrigður varð mér hvatning það sem eftir var keppninnar. Fjöl- skyldan er mér mikils virði og ég stuðla að heilbrigðu fjölskyldulífi eft- ir því sem ég get. Vinnutíma mínum er þannig háttað að í miðri viku hef ég töluverðan tíma til að vera með fjölskyldunni, en um helgar er ég auðvitað alltaf upptekinn. Á sumrin nýt ég þess að fara í frí með fjölskyld- unni og þá finnst okkur best að fara á rólega strandstaði á Sikiley. Toto Schillaci segir: „Á hverjum degi vil ég vera betri en ég var í gær og mig dreymir um að leika með á HM '94" HEF LÍTIÐ PENINGAVIT Þó ég sé efnaður núna vil ég ekki að börnin mín alist upp við að pen- ingum sé sóað. Sjálfur fjárfesti ég í íbúð fyrir fyrstu stóru upphæðina sem ég hafði á milli handanna. Um- boðsmaður minn annast að mestu leyti fjármálin fyrir mig og fjárfestir í hlutabréfum sem eru hagkvæmust á hverjum tíma. Sjálfur hef ég lítið pen- ingavit og hef engan sérstakan áhuga á peningum sem slíkum. Það fylgir því ákveðið öryggi að þurfa ekki að hafa áhyggjur af fjárhagnum, hvorki vegna sjálfs míns eða barnanna minna." Schillaci ekur á Lancia Thema-bifreið, en Agnelli eigandi Ju- ventus og Fiat-verksmiðjanna (Lancia, Ferrari og Alfa Romeo eru líka íeigu Agnel I i-fjölskyldunnar) vill að leikmenn Juventus aki um á ítölsk- um bílum, endafá þeirogeiginkonur þeirra fría bíla á hverju ári. í klæða- burði er Schillaci fremur kærulaus þó hann sé snyrtilegur. Göngulagið er líka fremur kæruleysislegt enda minnir hann óneitanlega á Colombo leynilögreglumann þegar hann er í Ijósa rykfrakkanum sínum. — Ef Schillaci ætti sér eina ósk, hver myndi hún vera? „Ég mundi óska öllum þess aðeiga hamingjusama fjölskyldu. Það er mikilvægt að fjölskyldan standi við „Maður á að vera óeigingjarn í sam- skiptum sínum við maka og börn." hlið manns þegar maður þarf á því að halda og slíkt á auðvitað að vera gagnkvæmt. Maður á að vera óeig- ingjarn í samskiptum sínum við maka og börn. Ef maður ræktar garðinn sinn og er svo heppinn að sólin skín, þá blómstrar garðurinn að vori!" 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.