Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 40

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 40
Mín upphefð kem- ur að utan," sagði Nóbelsskáldið á sínum tíma og sú virðist einnig raunin með glí- muna hér á landi. Glímumót hér heima eru sjaldan það fjölsótt að áhorfendur séu til muna fleiri en keppendur og á það reyndar við um fjöldann allan af íþróttamótum land- ans. Ef glímumenn bregða sér hins vegar erlendis til sýninga eða keppni, sem hefur stórlega aukist að undanförnu, þá streyma að þúsundir áhorfenda sem hafa aldrei séð glæsi- legri íþrótt. Nú í desember gerðu glímumenn sér ferð til Kanaríeyja þeirra erinda að takast á við þarlenda fanga- bragðamenn í okkar þjóðaríþrótt og þeirra í landskeppni. Ferðin var í boði Ferðamálaráðs Kanaríeyja og verður væntanlega endurgoldin að ári. Allt bar þetta nokkuð brátt að og höfðu okkar menn aðeins mánaðar æfingu að baki í Lucha Canaria, fangabrögðum eyjaskeggja. Svipað var uppi áteningnum varðandi þeirra menn í glímunni en skipst var á myndböndum og leikreglum nokkr- um vikum fyrir keppnina. ATVINNUMENN Landslið íslands var þannig skip- að: - 75 kg Arngeir Friðriksson HSÞ - 80 kg Hilmar Ágústsson HSÞ - 90 kg Ólafur H. Ólafsson KR - 95 kg Orri Björnsson KR -100 kg Ásgeir Víglundsson KR + 100 kg Jóhannes Sveinbjörnsson HSK Kanaríska fangabragðasambandið valdi á móti menn af sömu þyngd og fór keppnin þannig fram að maður gekk á móti manni og áttust þeir síð- an við eina viðureign í glímu og aðra í Lucha Canaria. Væri þá staðan 1-1 var varpað hlutkesti um hvort úrslita- lotan skyldi vera Lucha eða glíma. Lucha Canaria nýtur gífurlegra vinsælda á eyjunum og eru þeirra helstu kappar hreinræktaðir atvinnu- menn með 5—11 milljónir íslenskra króna íárslaun. Átta mánuði á ári eru vikulegar sjónvarpsútsendingar frá fangabragðakeppnum og eru sigur- vegararnir þjóðhetjur á Kanaríeyjum. íslenski hópurinn, keppendur og fararstjórn að keppni lokinni. ÆVINTYRA GLÍMUMA TIL KANARÍ Það var því talsvert nýstárleg reynsla fyrir glímumenn að mæta til keppni íhelstu íþróttahöll Las Palmas að viðstöddum 5000 áhorfendum. Hafði keppnin verið óspart kynnt í fjölmiðlum og áhugi geysilegur með- al almennings. Hófst nú keppnin og var glíman fyrst á dagskrá. Okkar menn höfðu tæknilega yfirburði sem vænta mátti enda glíma ekki íþrótt sem verður lærð til hlítar á nokkrum vikum. Minntu átökin á köflum harla lítt á hina göfugu þjóðaríþrótt okkar þrátt fyrir viöleítni dómara. Andstæð- ingarnir virtust eiga í vandræðum með að tileinka sér leikreglur glím- unnar og uppskáru samkvæmt því þrívegis rauð spjöld og þar með víta- byltu. Áhorfendur trylltust gjörsamlega á tímabili þegar hetjum þeirra var dæmdur ósigur fyrir hin fræknustu brögð að þeirra mati en kolólögleg samkvæmt glímureglum. Áhorfend- ur stilltust þó þegar skýrt var í hátal- arakerfinu að forboðið væri að fleygja sér ofan á andstæðing í glímu ogeinnigað hanga íbelti viðfall. Ein viðureign tapaðist og því næst var tekið til við íþrótt heimamanna. Leikreglur eru mjög einfaldar. Menn taka tak hvor á öðrum og bolast sem mest þeir mega. Síðan er ýmsum kunnuglegum brögðum beitt og sá, sem snertir völl með öðru en iljum, hefur tapað. Strax kom í Ijós að hér voru engir aukvisar á ferð heldur mjög teknískir íþróttamenn. íslend- 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.