Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 45

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 45
einangrast ekki efst í pýramídanum. Hennar verkefni er stefnumótun og langtímaáætlanir en ekki að berast fyrir veðri og vindum." ÓLYMPÍUNEFNDIN OF SJÁLFSTÆÐ Ólympíunefnd íslands er mjög sjálfstæð eining innan ÍSÍ og segir Ell- ert það þurfa endurskoðunar við. „Störf framkvæmdastjórnar íþrótta- hreyfingarinnar og Ólympíunefndar- innar skarast oft og því þarf að breyta. Svo virðist sem hvorki ríki nógu ákveðin stefna um þátttöku íslands í alþjóðakeppnum hverju sinni né virðist undirbúningur afreksmannaaf okkar hálfu vera nægilega fastmótað- ur." Hann segir þetta vera eitt þeirra atriða sem verði að endurskoða. — Finnst þér skipulag nefndarinn- ar þurfa endurskoðunar við, til dæm- is hvað varðartímalengd setu manna þar? „Ég vil taka það skýrt fram að íþróttasamband íslands er sennilega ein lýðræðislegasta hreyfing lands- ins," segir Ellert. „Fráfarandi Ólymp- íunefnd var í öllum meginatriðum skipuð mönnum sem höfðu átt sæti þar svo lengi sem elstu menn muna. Þá kom að því að hreyfingin vildi breytingar og menn voru einfaldlega felldir í kosningum. Hið sama getur gerst innan framkvæmdastjórnar ÍSÍ og innan sérsambanda þess. I íþrótta- hreyfingunni, sem annars staðar, verða menn að þekkja sinn vitjunar- tíma." Ellertverðurtíðrættum afl lýðræð- isins innan íþróttahreyfingarinnar og segir það vera henni til sóma. „Hvað Ólympíunefndina varðar ber að nefna það hins vegar að samkvæmt reglum um skipan hennar kýs hún sig sjálf að hluta til í lok hvers tímabils. Það finnst mér mjög óeðlilegt og nefni þetta sem einn þeirra vankanta sem ég sé á hreyfingunni." Aðspurð- ur um hvernig honum finnist Ólymp- íunefndin eigi að starfa segir hann að nefndin eigi að vera undirnefnd hjá ÍSÍ. Hún eigi að heyra undir yfirstjórn íþróttamála eins og annað í okkar hreyfingu og nauðsynlegt sé að end- urskipuleggja hlutverk og starfssvið Ólympíunefndarinnar. „Vfða erlend- is er ígildi ÍSÍ og Ólympíunefndarinn- ar eitt og hið sama." EKKI ÞAK Á NEFNDARSETU — Innan íþróttasambands íslands, hreyfingar sem telur ekki færri en um 100.000 félagsmenn, starfar fjöldi nefnda. Er þörf á því að setja þak á setu manna í starfsnefndunum stjórnarmann, sem hefur setið of lengi í sérsambandsstjórn, er nær- tækast að ég nefni sjálfan mig. Ég hugsa að ég hafi verið formaður Knattspyrnusambandsins of lengi." Það kemur fram í máli Ellerts að seta manna í nefndum og stjórnum í ÍSÍ markist oft af því hverjir séu til- búnir að vinna. Það sé oftar en ekki Húsakynni ÍSÍ í Laugardal. „Fráfarandi Ólympíunefnd var í öllum megin- atriðum skipuð mönnum sem höfðu átt sæti þar svo lengi sem elstu menn muna," segir Ellert. og þá ef til vill í framkvæmdastjórn ÍSÍ? „Ég sé ekki ástæðu til þess," svarar viðmælandi okkar um hæl. „Breyt- ingar breytinganna vegna þjóna í sjálfu sérengumtilgangi heldurkem- ur lýðræðisvitund okkar oftast nær í veg fyrir það að menn sitji í stjórnum eða nefndum ÍSÍ of lengi. Eins og ég benti á er hreyfingin ákaflega lýð- ræðisleg og allir innan hennar eru kjörgengir. Það mætti ef til vill íhuga hvort setja ætti þak á aldur manna innan stjórnarinnar. Því verður ekki neitað að það hefur loðað við hreyf- inguna að menn hafi setið of lengi en ég tel að aldarfarið og ný viðhorf al- mennt muni leiða til þess að eðlileg endurnýjun eigi sér stað." Ellert telur þetta gilda innan sérsambandanna ekki síður en í framkvæmdastjórn- inni. „Ef ég ætti að nefna dæmi um þannig að störfin lendi á herðum sömueinstaklingaáreftirár. „Það má segja sem svo að það sé ekki hægt að sakast við einstaka menn sem hafa setið í framkvæmdastjórn ÍSÍ um margra ára skeið. Við megum ekki gleyma því að menn eru kosnir á þingum hreyfingarinnar og lagt að þeim að bjóða sigfram til áframhald- andi starfa. Ég vil taka það fram að fáir eru duglegri í félagsmálastarfinu en forseti ÍSÍ, Sveinn Björnsson, sem hefur lagt mikið af mörkum fyrir hreyfinguna." Hvað starfsnefndirnar varðar bendir Ellert á að þeir sem vilji vinna innan vébanda ÍSÍ geti fengið öll þau verkefni er þeir vilja. „Mikið starf hef- ur verið unnið í ÍSÍ og það er ærinn starfi framundan." Stundum hefur því verið haldið fram aðeinstaka menn sitji íof mörg- 45 ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.