Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 55

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 55
Stjórn Siglingasambands íslands f.v.: Baldvin Einarsson, Þorgeir Björnsson, Ari Bergmann Einarsson, form., Páll Hreinsson og Valdimar Karlsson. Viðurkenningar vegna fþróttahátíðar ÍSÍ Eins og eflaust öllum er í fersku minni þá var þriðja Íþróttahátíð ÍSÍ haldin í fyrra og var hún stærri og fjölmennari en nokkru sinni áður. Til að halda svona hátíðir þarf mikið fjár- magn sem íþróttahreyfingin á yfirieitt ekki mikið af. Var því leitað til nokk- urra fyrirtækja um stuðning og að- stoð við að framkvæma iþróttahátíð- ina. Nokkur fyrirtæki brugðust vel við þessari umleitan og studdu og styrktu hátíðina mjög myndarlega. Þar á meðal voru: íslandsbanki, Prentsmiðjan Oddi, Vífilfeil, Heil- brigðisráðuneytið, Áfengisvarnarráð, Fróði h.f., SjóváAlmennar, Póstur og sími ásamt fjölda annarra aðila. Framkvæmdastjóm ÍSI færði þess- um aðilum að gjöf sem þakklætisvott fyrir stuðninginn innrömmuð frí- merki og 1. dags umslög með stimpli Íþróttahátíðar, en á meðan íþróttahá- tíðin stóð yfir var rekið sérstakt póst- hús í anddyri Laugardalshallar. Islensk getspá fer að flytja (Jm miðjan aprfl þ.e. 14.-16. mun Islensk getspá flytja allt tölvukerfi fyrirtækisins í hið nýja húsnæði sem verið er að byggja í Laugardalnum. Þetta mun breyta allri aðstöðu þeirra sem vinna við tölvukerfi fyrirtækisins og viðgerðir, því núna verða báðir þessir þættir undir sama þaki. Eins og þetta er í dag þá er tölvukerfið í kjallara íþróttamiðstöðvarinnar (húsi Guðmundur Helgi Þorsteinsson. nr. 3) við mjög þröngar aðstæður og viðgerðaverkstæðið er í húsi Öryrkja- bandalagsins við Hátún. Ekki munu þessir flutningar raska starfsemi ís- lenskrar getspár að neinu marki en þó er búist við því að fyrirtækið verði lokað í tvo daga meðan tækin verða flutt í nýja húsið. Á myndunum sem hér fylgja með sést greinilega hvernig aðstaðan mun breytast. Nýir starfsmenn hjá sérsamböndunum Blaksamband Islands Guðmundur Helgi Þorsteinsson var ráðinn framkvæmdastjóri BLI í september 1990, hann hafði setið í varastjóm BLÍ1985-86. Guðmundur er 28 ára gamall og hefur iðkað reglu- bundið keppnisblak frá árinu 1981 er Anna L. Vilhjálmsdóttir. hann hóf að leika með Víkingi en hann lék með félaginu ásamt því að sitja í stjórn blakdeildarinnar 1984- 85. Haustið 1988 hóf hann að spila með iþróttafélagi Stúdenta (ÍS) sam- hliða námi í viðskiptafræði í HÍ. Með ÍS hefur hann orðið Bikarmeistari 1989, Reykjavíkurmeistari 1989 og 1. deildarmeistari 1990. Tvö síðustu ár hefur Guðmundur skrifað um blak í Morgunblaðið. íþróttasamband fatlaðra I síðasta fréttabréfi var þess getið að þeir Ólafur og Markús hefðu látið af störfum. Við starfi þeirra hjá ÍF tók Anna L. Vilhjálmsdóttir frá Húsavík, en hún er menntaður íþróttakennari og almennur kennari. Hún stundaði framhaldsnám íDanmörku í stjórnun og skipulagningu íþróttastarfs með valgrein í heilsuíþróttum. Anna hefur kennt á Húsavík ásamt því að þjálfa íþróttahópa. Gunnar Jóhannesson. Frjálsíþróttasamband íslands Nú um áramótin tók Gunnar Jó- hannesson við starfi framkvæmda- stjóra FRÍ af Ástbimi Egilssyni. Gunn- ar er ættaður úr Þingeyjarsýslu eins 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.