Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 58

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 58
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ KOM WALTER ZENGA í LIÐ ÁRSINS HJÁ FRANCE FOOTBALL Það kjör, sem beðið er eft- ir með hvað mestri eftir- væntingu í knattspyrnu- heiminum, er kjör franska tímaritsins FRANCE FOOT- BALL á knattspyrnumanni Evrópu. Sá hlýtur að launum hinn eftirsótta gullbolta. Tímaritið stóð fyrst fyrir kjör- inu árið 1956 og hefur það stöðugt vakið meiri athygli. Til marks um það má geta þess að upplag tímaritsins nánast tvöfaldast þegar úrslitin eru birt í lok hvers árs. Auk þess sem knattspyrnumaður Evrópu er valinn með þessum hætti stillirtímaritið upp „liði ársins" en í þvíeru vitanlega þeir sem fáflest atkvæði í kjörinu. Að þessu sinni tóku alls 29 íþróttafréttamenn, íjafn mörgum löndum, þátt í kjörinu. í fyrsta skipti í sögunni fékk ísland að greiða atkvæði og féll það í hlut ritstjóra ÍÞRÓTTABLAÐSINS. Ekki var um leynilega kosningu að ræða því þau nöfn, sem hver og einn valdi, voru birt í tímaritinu auk rökstuðnings á valinu. Eins og flestum er kunnugt sigraði fyrirliði heimsmeistara V-Þjóðverja, Lothar Matthaus, með nokkrum yfirburðum í kjörinu og kom það fæstum á óvart. Hann hlaut 137 stig af 145 mögulegum og var í efsta sæti hjá öllum nema fjórum íþróttafréttamönnum. Síðastliðin tvö ár var Marco Van Basten kjörinn knattspyrnumaður Evrópu. Alls fengu 23 leikmenn atkvæði í kjörinu — 8 miðvallarleikmenn, 5 varnarmenn, 9 framherjar en aðeins 1 markvörður. Markvörðurinn var Walter Zenga hjá Inter Milan en ritstjóri íþróttablaðsins kom honum á blað. Atkvæðið sem Zenga fékk gerði það að verkum að hann komst í lið ársins en aðrir markmenn fengu ekki atkvæði. I fyrra fengu fjórir mark- verðir atkvæði. Listi 11 efstu manna í kjörinu er eftirfarandi: (Tölurnar í sviganum eru atkvæði hvers og eins) Lothar Mattháus, Inter Milan (137) Salvatore Schillaci, Juventus (84) Andreas Brehme, Inter Milan (68) Paul Gascoigne, Tottenham (43) Franco Baresi, AC Milan (37) Jiirgen Klinsmann, InterMilan (12) Enzo Scifo, Auxerre (12) Roberto Baggio, Juventus (8) Frank Rijkaard, AC Milan (7) Guido Buchwald, Stuttgart (6) Jean-Pierre Papin, MarseilleT3) Papin frá Marseille kemst ekki í lið ársins þótt hann sé í 11. sæti í kjörinu því Walter Zenga fer í markið sem markvörður þótt hann fái færri stig. Eins og áður sagði tók ísland í fyrsta sinn þátt í kjörinu en sérstök dómnefnd velur hverju sinni hvort ástæða sé til þess að leyfa fleiri löndum að taka þátt. Malta var sömuleiðis með í fyrsta skipti en þess má geta að dómn- efndin er mjög ströngogsvífst einskis íþvíað hafna löndum ef henni þykir ástæða til. BRJÁLAÐUR BOXARI Hector Frazier, 27 ára gamall son- ur fyrrum heimsmeistara í boxi, Joe Frazier var ákærður í Fíladelfíu fyrir að hafa hrint 10 ára gömlum strák um koll og stolið reiðhjólinu hans. Hector, sem er fyrrum boxari eins og pabbi hans, var handtekinn af lög- reglunni og kærður fyrir stuld og lík- amsárás. Hann hefði kannski t'rekar átt að fara út í viðskiptafræði?! SÁ YNGSTI Albert nokkur Geldard var aðeins 15 ára og 158 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik með Brad- ford Park Avenue gegn Millwall í 2. deild ensku knattspyrnunnar árið 1929. Hann er yngsti leikmaðurinn sem hefur leikið í deildakeppninni á Englandi. Ken Roberts var nákvæm- lega jafn gamall þegar hann lék fyrir Wrexham í 3. deild árið 1951. SÁ ELSTI Neil McBain er elsti leikmaðurinn sem leikið hefur í ensku deilda- keppninni. Hann var framkvæmda- stjóri New Brighton sem lék í 3. deild árið 1947. í leik gegn Hartlepool skellti Neil sér í markið en hann var þá 52 ára gamall ogfjögurra mánaða. FÁIR HAUSAR - MARGIR HAUSAR Liverpool notaði aðeins 14 leik- menn þegar liðið var enskur meistari í knattspyrnu keppnistímabilið 1965—66. Þetta er met í notkun á leikmönnum yfir heilt tímabil. Metið á heilu tímabili hvað fjölda leik- manna varðar eiga hins vegar Co- ventry (1919-1920), Sheffield Wedn- esday (1919-1920) og Hull City (1946-1947), en þessi lið notuðu 42 leikmenn hvert um sig á einu keppn- istímabili. í öllum tilfellum átti þetta sér stað í lok heimsstyrjalda. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.