Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 3

Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 3
Ritstjóraspial I A5 þessu sinni gefst lesendum ÍÞRÓTTABLAÐSINS kostur á að kynnast viðhorfum forystumanna stjórnmálaflokkanna í landinu til íþróttahreyfing- arinnar og málefna hennar. Alþingiskosningar eru í nánd og í íþróttablaðinu fá formenn flokkanna nú gullið tækifæri til þess að tryggja sér atkvæði óákveðinna kjósenda úr röðum íþróttaáhugamanna. Blaðið er lesið af 25% landsmanna á aldrinum 15-75 ára og nú er ykkar að meta hvort einhver ákveðinn stjórnmálaflokkur höfðar til ykkar, sem íþróttamenn, og hvort framtíð íþróttamanna á íslandi verði bjartari komist einhver ákveðinn flokk- ur til valda. Það, sem vekur hvað mesta athygli í greininni, er að allir flokkarnir, að Kvennalistanum undanskildum, virðast vera hlynntir stofnun afreksmanna- sjóðs ríkisins í einhverri mynd. Að minnsta kosti gefa þeir það í skyn, hvað svo sem síðar verður. Ólafur Ragnar Grímsson talar um flottræfilshátt íslendinga í byggingum íþróttahúsa, sem er að mörgu leyti alveg rétt, og bendir á að það sé ekki svo kostnaðarsamt að stunda skokk og skíðagöngu! Hann gefur einnig í skyn að skattlagning lottótekna komi til greina til þess að koma í veg fyrir mismun í þágu líknarstarfa. Júlíus Sólnes bendir á að fastur tekjustofn íþróttahreyfingarinnar gæti verið ákveðinn hluti aðflutningsgjalda af öllum innfluttum íþróttatækjum. Málmfríði Sigurðardóttur finnst að of mikil áhersla sé lögð á afreksmenn íslands á kostnað uppeldishlutverks íþrótta gagnvart þeim sem minna mega sín. Þegar á heildina er litið er lítið um loforð og fögur fyrirheit í svörum formanna flokkanna. Menn eru greinilega hættir að lofa upp í ermina á sér fyrir alþingiskosningar, allavega þegar um málefni íþróttahreyfingarinnar er að ræða. Það má skoða málið og taka afstöðu síðar. Að mínu mati er brýnast að tillagan um stofnun afreksmannasjóðs ríkisins nái fram að ganga sem fyrst. Það gengur ekki til lengdar að íþróttaiðkun Einars Vilhjálmssonar sé háð því hvort einhver fyrirtæki styrki hann, eins og Ólafur Ragnar Grímsson bendir réttilega á. Eitt er víst að ef við eigum enga afreksmenn í íþróttum dvínar áhugi þeirra, sem eru að stíga sín fyrstu íþróttaspor, til muna. ✓ _ éf/tíAÝ&O Þorgrímur Hafsteinn Viðar Þráinsson ritstjóri auglýsingastjóri Forsíðumyndina af Guðríði Guðjónsdóttur tók Grímur Bjarnason. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þorgrímur Þráinsson Beinn sími ritstjóra: 685057 Ritstjórnarfulltrúi ÍSÍ: Guðmundur Gíslason Ljósmyndarar: Grímur Bjarnason, Kristján Einarsson, Gunnar Gunnarsson Skrifstofa ritstjórnar: Bíldshöfða 18. Sími 685380 Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson Áskriftargjald kr. 1.480,00 (jan.-jún.) Hvert eintak í áskrift kr. 370,00 Hvert eintak í lausasölu kr. 399,00 Áskriftarsími: 82300 Útgefandi: Fróði hf. Skrifstofa og afgreiðsla: Ármúla 18, sími 82300 Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. G. Ben. prentstofa hf. llSil :: ::ý:| | y yyv y yyy y v Í|| plliiiiil s , tiÉi w sÉ iP ll i i-É isiliíili/lli! 'í? ■ ■ ■ . . . . ' ■ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.