Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 15
„Hvað varðar umræðuna, sem upp kemur af og til, um mögulega skattlagningu lottótekna þá bendi ég á að Happdrætti Háskólans er ekki skattlagt að því er ég best veit. Mér finnst að hið sama ætti að gilda um lottóið. Ríkið er þarna að leggja íþróttahreyfingunni til tekjustofn og ég sé enga ástæðu fyrir ríkið að kroppa í þær tekjur," 2. "Við höfum ekki lagst gegn frumvarpinu um afreksmannasjóð fs- lenskra íþróttamannaen satt að segja þá veit ég ekki hvort frumvarpið verður afgreitt. Maður setur alltaf spurningarmerki við mál sem þessi. Ég hef til dæmis miklar efasemdir um hina miklu skákmannadýrkun hér. Því er ekki að neita að skákmenn okkar hafa náð langt á alþjóðlegum vettvangi en þegar þeir koma heim að aflokinni velheppnaðri keppni eru menn í einhverri sigurvímu og hlaupaupptil handa ogfóta og þaðá að gera bókstaflega allt fyrir þessa menn. Enginn efast um að skák- mennirnir hafi staðið sig vel en ég veit ekki hvort slíkt sé eðlilegur fram- gangsmáti. Ég hef ekki gert upp hug minn hvað það varðar. Ef þetta á að vera stefnan hins vegar þá fæ ég ekki séð annað en að hið sama ætti að gilda um íslenska afreksmenn í lík- amlegum íþróttum. Kvennalistinn hefur ekki rætt þetta frumvarp og ég veit ekki hvernig við myndum taka á þvf ef það yrði lagt fram aftur. Ég veit ekki hvernig við yrðum á móti svona t'rumvarpi en endurtek það, sem ég sagði áður, að ég myndi setja aðra hluti framar í forgangsröðina hjá fjár- veitingavaldinu." 3. „Kvennalistinn hefur stutt al- menningsíþróttir og það í víðustu merkingu. Við erum ekki ýkja hrifnar af persónudýrkun almennt og sjálfri finnst mérof mikil áherslavera lögðá afreksmennina og of lítil áhersla á uppeldishlutverk íþróttanna gagn- vart þeim sem ef til vill eru ekki bestir á sínu sviði. Ég er mjög hlynht því að allt verði gert til að bæta aðstöðu al- mennings til íþróttaiðkunar, til dæm- is með lagningu skokkbrauta í þétt- býfinu og ekki síst byggingu sund- lauga. Annað, sem ég legg mikla áherslu áog myndi styðja, eraukning byggingar íþróttamannvirkja við skólana börnum og unglingum til hvatningar og til að koma f veg fyrir að þau þurfi að fara langar vega- lengdir til að iðka sínar íþróttir. Jú, við myndum sannarlega styðja aukna byggingu íþróttamannvirkja með það fyrir augum." 4. „Að mínu áliti höfum við byggt of dýr íþróttamannvirki og þar af leið- iroffá. Égþekki mörgdæmi umsveit- arfélög, sem eru að kikna undan byggingu fþróttamannvirkja, vegna þess að þau eru of íburðarmikiI. Ég viI nefna dæmi um íþróttahús sem mér finnst falla vel að þeim hugmyndum sem ég geri mér um notagildi slíkra húsa. Það er íþróttahúsið í Vest- mannaeyjum sem var byggt eftir gos. Húsið sem slíkt er ekki ýkja fallegt en notagildi þess er með eindæmum gottog það fullnægir því sem ég kalla eðlilegum kröfum. Við ættum að hafa staðlaðar byggingar en ekki sér- hannaðar hverju sinni." A LÍINIUIMIMI PÉTUR GUÐMUNDS- SON, KÖRFU- KNATTLEIKSMAÐUR Hvar ætlar þú að leika næsta vetur, Pétur? Pétur Guðmundsson. „Ég myndi segja þér það ef ég vissi svarið við því. Nei, ég útiloka það ekki að leika annars staðar en á Sauð- árkróki. En ég bfð ekki við símann. Ef ég fengi einhver tilboð annars staðar frá myndi ég vitaskuld skoða þau. Annars hefur þetta verið gott hér á Króknum að mörgu leyti þótt það sé alltaf leiðinlegt að meiðast. Núna er ég á leið í tveggja vikna frí til San Antonio í Bandarfkjunum þar sem konan mín hefur verið í námi seinni hluta vetrar. Þar var hátt í 40 stiga hiti um daginn og ætla ég að láta mér líða vel þar. Ég vona svo að ég verði klár f slaginn með landsliðinu í byrjun maf." FERÐAFÓLK Ferðafólk sundlaugin í Bolungarvík bíður ykkur Velkomin. Heitir pottar og góð aðstaða fyrir líkamsrækt. Sundlaugin Höfðastíg 1 —Sími 7381
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.