Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 39

Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 39
er eina konan sem hefur verið kjörin íþróttamaður ársins af íþróttafrétta- mönnum. Hún hlaut þann heiður ár- ið 1964 þegar íslenska kvennalands- liðið í handbolta varð Norðurlanda- meistari. Systur Gurrýar, Hafdfs og Díana, leika með Fram eins og hún og má því með sanni segja að hand- boltablóð renni í æðum fjölskyld- unnar. En það eru ekki bara Valur og Fram sem eru undir sama hatti f fjöl- skyldunni því eiginmaður Gurrýar, Haukur Þór Haraldsson, leikur hand- knattleik með Ármanni. Kærasti Haf- dísar er Þorsteinn Halldórsson, leik- maður KR ífótbolta og kærasti Díönu er Kristinn Tómasson, knattspyrnu- maður úr Fylki. Mér lék forvitni á að vita hvort aðalumræðuefni í fjöl- skylduboðum væri ekki Snæfell Stykkishólmi til þess að gæta hlut- leysis og gera ekki upp á milli félaga. „Nei, við búum við hinn sanna íþróttaanda. Ég held vitaskuld með Fram ífótboltaenéggæti aldrei hald- ið með KR. Það er alveg útilokað. Og heldur ekki með Stjörnunni í hand- bolta. En ég held með Fylki í 2. deild og Guðjón minn er orðinn svo góður vinur Kidda að hann ætlar í Fylki þegar hann er orðinn stór." — Hvað er minnisstæðast frá æskuárunum? „Ég er satt að segja búinn að gleyma því sem gerðist á fyrstu árum ævinnar en mér er það minnisstætt að hafa sífellt verið á æfingum með mömmu eða pabba. Lífið var hand- bolti á þessum tíma og svo er reyndar enn. Ég hef einstaklega gaman af því að ferðast og við gerðum töluvert af því þegar ég var lítil. Mamma sagði VAR DUGLEG AÐ SEMJA SKÁLDSÖGUR mér að ég hafi verið dugleg að semja skáldsögur þegar ég var lítil og ég las Nancy bækurnar upp til agna. Ég hafði gaman af því að lesa en lestur- inn lagði égáhilluna þegaræfingarn- ar hófust fyrir alvöru." Gurrý hóf handboltaferilinn ÍÍRen 12 ára gömul skipti hún yfir í Fram. Hún lét sér ekki nægja að kasta bolta því hún stundaði dansæfingar af kappi á unga aldri og iðkaði fimleika. „Ég varð að gera upp á milli og ég tel mighafa valið rétt," segir hún áðuren mér gefst kostur á að spyrja nokkurs. „Mér finnst ég hafa búið að því alla tfð sem ég lærði í fimleikunum. Sú íþrótt er geysilega góð undirstaða fyrir aðrar greinar. Ég hef verið heill- uð af fimleikum frá því í æsku og eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að horfa á fimleika. Það er jafnvel skemmtilegra en að horfa á hand- bolta. Þegarég útskrifaðistfrá íþrótta- skólanum á Laugarvatni kom það öll- um á óvart að lokaritgerðin mín skyldi fjalla um jafnvægisslána í fim- leikum. Ég lýsti því nákvæmlega hvernig nota mætti slána við kennslu og í hinum og þessum æfingum. Ég fékk meira að segja viðurkenningu frá Fimleikasambandinu við útskrift- ina." Gurrý lék sinn fyrsta meistara- flokksleik aðeins 14 ára gömul og hún sló nánast strax í gegn ef marka má blaðaúrklippur frá árinu 1976. Pabbi hennar var þá að þjálfa meist- araflokk kvenna og hann reyndi sitt ítrasta til þess að dóttir hans léki ein- göngu með jafnöldrum sínum. „Pabbi setti mig svo í liðið þegar líða tók á íslandsmótið 1975-'76 vegna þrýstings frá stelpunum í meistara- flokki. Þeim fannst ég eiga heima í liðinu. Fyrsta meistaraflokksleikinn lék ég í Keflavík en seinna um daginn átti ég að leika með 2. flokki. Leikur- inn í Keflavík dróst á langinn vegna rafmagnsleysis og á endanum þurfti ÉG FÓR í SMÁ FÝLU pabbi að skutla mér til Reykjavíkur eftir fyrri hálfleikinn svo að ég gæti leikið með 2. flokki. Hann neyddist því til þess að skilja liðið eftir þjálfaralausten það varílagi þvíyfir- burðirnir voru miklir. Svona byrjaði meistaraflokksferillinn." Gurrý kom mikið við sögu í leik gegn Val sem skipti verulegu máli í keppninni um íslandsmeistaratitilinn árið 1976. Valur var þá íslandsmeist- ari og baráttan á toppi 1. deildar mjög tvísýn. Fram stúlkurnar rótburstuðu Val 13:5 og skoraði Gurrý 5 mark- anna. Hún fékk mikið lof fyrir leik sinn og upp frá þessu varð hún stjarna sem hefur skinið skært. „Það varmjög sérstakt aðspila þennan leik því f Val voru leikmenn sem léku áður með mömmu. Fyrstu fjögur mörkin mín í leiknum skoraði ég með undirskotum — skaut í golfið og inn og þá var sagt að stelpan væri alveg eins og pabbinn hefði verið. Það var alveg rétt og þar sem pabbi þjálfaði mig fyrstu 5 árin í meistaraflokki á hann flest í mér. Hann mótaði mig gjörsamlega. Það, sem hann sagði, voru lög fyrir mér. Þegar ég var 16-17 ára varð sambandið stundum stirrt — „Hrikalegt hvað pabbi er alltaf lengi í sturtu. Ég ætla sko ekki að verða handboltakona." Gurrý og mamma bíða eftir pabba. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.