Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 42

Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 42
Mæðginin Gurrý og Guðjón sem er 5 ára. Gurrý finnst kominn tími til að storkurinn fari að láta sjá sig að nýju. Á eftir bolta kemur barn! Sigsteinsdóttir var líka mikill jaxl sem gaman var að spila með." — Hvaða augnablik frá ferlinum stendur upp úr í minningunni? „Það er erfitt að segja. Jú, það er kannski eitt sem ég minnist sérstak- lega. Það var þegar íslenska kvenna- landsliðið sigraði á alþjóðlegu móti í Portúgal sumarið 1988. Við lékum gegn Portúgal, Frakklandi, Sviss og Spáni og stóðum uppi sem sigurveg- arar — unnum alla leikina. Ég var fyrirliði landsliðsins á þessum árum og það að upplifa þá stund, þar sem ísland var númer eitt, var stórkost- legt. Sérstaklega fannst okkur stelp- unum gaman að horfa á Frakkana sem fóru í algjöra fýlu eftir úrslitaleik- inn við okkur. Sigurinn á mótinu bar upp á kvennadaginn 19. júní og við vorum mjög stoltar. Að okkar mati var þetta stærsti sigur íslenska lands- liðsins síðan það varð Norðurlanda- meistari árið 1964. Þegar við komum heim vorum við spenntar að sjá hvernig dagblöðin fjölluðu um sigur okkar á mótinu en spenningurinn breyttist fljótt í vonbrigði og hrein- lega reiði. Jú, það var minnst á sigur okkar í lítilli grein en aðalefnið í íþróttakálfi Dagblaðsins var heilsíðu- viðtal við 9 ára gamlan son atvinnu- manns í fótbolta. Skemmtilegar áherslur eða hitt þó heldur." — Nú hafiðþiðstelpurnaroftfeng- ið stóra skelli í leikjum með Fram og landsliðinu gegn erlendum liðum. ÞÆR FÁ BORGAÐ VINNUTAP Hvað gerir gæfumuninn? Af hverju eru þessar stelpur betri en þið? „Hjáerlendu liðunum er mun betri uppbygging í yngri flokkunum, fleiri æfingar og fleiri þjálfarar á hvern leikmann. Hérheima séreinn þjálfari um þjálfun 20-30 stúlkna og það er æft tvisvar til þrisvar í viku í um 50 mínútur í senn. Úti er hver þjálfari með 10-12 stúlkur í hópi og æfingar eru fleiri og lengri. Aðstæður erlendis eru mun betri og stelpurnar frá Nor- egi sem við lékum gegn í Evrópu- keppninni æfa á morgnana, fara síð- an í skóla eða að vinna og mæta svo afturáæfingar. Þessar stelpur eru lík- lega að æfa 10 sinnum í viku og þær fá borgað vinnutap. Vegna þessa eru þær sterkari, með meiri tækni, hraða ogsnerpu. Svoeinfalter það. Á leikn- umgegn Byosen í Noregi fyrir síðustu jól voru um 1300 áhorfendur en viku síðar þegar karlalandsliðs Noregs og Danmerkur léku voru um 500 manns. Áhugi fyrir kvennahandbolta í Noregi er mun meiri en fyrir hand- bolta karla." — Er það rétt að þú talir um hand- bolta í 365 daga á ári? Kemst ekkert annað að? „Nei, þetta er nú ekki alveg rétt. Ég reyni að sinna fjölskyldunni og vin- um mínum þegar tími gefst til og þá er handboltinn ekki með í ferðinni. En ég tek íþróttina alvarlega og til marks um það þá missti ég af stúd- entsveislu systur minnar því ég var á landsliðsæfingu." — Hafið þið ekki verið að þrífa fyrirtæki, selja rækjur og klós- ettpappír og margt fleira til þess að fjárafla þátttöku ykkar í Evrópu- keppni í gegnum tíðina? „Við stöndum að mestu leyti straum af ferðalögum okkar og oftast erum við með stórar skuldir á bakinu þegar við komum heim. Ef við ætlum okkur að gera eitthvað stöndum við við það. Formaður handknattleiks- deildar Fram hefur skrifað upp á skuldabréf á eigin ábyrgð til þess að við getum farið í þær ferðir erlendis sem eru nauðsynlegar. Hann veit að við stöndum skil á því sem við höfum 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.