Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 45

Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 45
ærislega íþróttagallanum er ógleym- anleg. Hann fór oftast upp á topp, renndi sér svo niðurogöskraði á okk- ur að fara frá. Hann fékk viðurnefnið Guðmundur Klammer og hann er stórkostlegasti skíðamaður sem ég hef séð. Olafur fékk svo viðurkenn- ingu fyrir besta stílinn." Eins og áður sagði leikur hinn helmingur Gurrýar, Haukur eigin- maður hennar, handbolta með Ar- manni. Ég innti hana eftir því hvar þau hefðu kynnst. „í Hollywood, hvar annars staðar! Ég var búinn að sjá hann í leik með Ármanni og leist nokkuð vel á hann. í Hollywood tók- um við tal saman og síðan eru liðin mörg ár." Haukur og Gurrý eiga strák sem ÍSLANDSMEISTARI í FÓTBOLTA verður 6 ára 15. september. „Ég hætti ekki að spilafyrren ég var komin 4 og 'h mánuð á leið og byrjaði síðan að æfa að nýja fjórum vikum eftir að Guðjón fæddist. Það að eignast barn var stórkostlegasta stundin í lífi mínu og það er eins og viðhorf manns til lífsins breytist eftir svona reynslu. Ári eftir að ég eignaðist Guðjón tók ég að mér þjálfun Fram liðsins og þau tvö ár sem ég sá um þjálfunina er eins og ég hafi haft hvað besta stjórn á mér. Égvarðábyrgðarmeiri, miklu yfirveg- aðri og fyrirskipanirnar, sem ég er þekkt fyrir, urðu öðruvísi og öllu já- kvæðari — eða svo segja stelpurnar." Gurrý státar ekki eingöngu af 12 íslandsmeistaratitlum í handbolta heldur hefur hún 4 sinnum orðið ís- landsmeistari í fótbolta með Breiða- bliki og 3 sinnum bikarmeistari. Hún lék sem markvörður með liðinu á mestu velgengnistímum þess frá ár- inu 1980 til 1983. Skyldi hún allsekki hafa viljað vera í fríi yfir sumartím- ann? „Það var bara skemmtilegt að breyta til," segir hún og það er ekki laust við að hana klæi í tærnar þegar fótboltann ber á góma. „Flestar hand- boltastelpurnar í Fram léku líka fót- bolta með Fram en síðan var kvenna- fótboltinn í félaginu lagður niður. Það má segja að ég hafi hreinlega dottið inn í stöðu markvarðar og lík- að það vel. Ég hef stundum fengið að leika mér í marki í handbolta, ef ég bið Heimi þjálfara vel, og þykir það skemmtilegt. Árin með Breiðabliki eru mjög eft- irminnileg því okkur gekk svo vel. Bæjarfélagið studdi geysilega vel við bakið á okkur það var tiltölulega auð- velt að óska eftir fjárhagsstuðningi frá fyrirtækjum í Kópavogi." — Gurrý, hvernig hefur þér fundist að vera kona í íþróttum á íslandi? „Mjög erfitt að mörgu leyti. Maður er alltaf að berjast við það að fá at- hygli og umbun á einhvern hátt sam- hliða því að iðka handboltann. Við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum sjálfar að leggja mikið af mörkum til þess að þetta breytist. Við upp á milli landsliðs karla og kvenna þá fórum við stelpurnar fram á það fyrir nokkrum árum að eiga æfinga- gallana og treyjurnar sem við vorum búnar að nota í langan tíma. Þeir voru farnir að láta á sjá og að okkar mati kominn tími til þess að endur- nýja þá. Beiðni okkar var synjað en það átti að athuga málið. Skömmu síðar sáum við landsliðsstrákana á æfingu í göllunum okkar. Þá höfðu þeirfengið þá gefins. Þettafyllti mæl- inn ogviðgerðum uppreisn sem end- aði með því að við fengum að eiga æfingagallana en ekki treyjurnar og stuttbuxurnar. Þetta er lýsandi dæmi um mismuninn eins og hann hefur verið hingaðtil. Ég vonasttil að þetta breytist í framtíðinni. Dagpeninga A-landsliðshópurinn sem æfði fyrir C-keppnina á Ítalíu. Efri röð frá vinstri: Margrét Theódórsdóttir, formaður kvennalandsliðsnefndar, Björg Guð- mundsdóttir, kvennalandsliðsnefnd, Auður Hermannsdóttir, Svava Sigurð- ardóttir, Andrea Atladóttir, Herdís Sigurbergsdóttir, Inga Lára Þórisdóttir, Halla Helgadóttir, Katrík Friðriksen, Rut Baldursdóttir, Heiða Erlingsdóttir, Gústaf Björnsson þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Hulda Bjarnadóttir, Björg Gilsdóttir, Ósk Víðisdóttir, Kolbrún Jóhannsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Erla Rafnsdóttir, Guðný Gunnsteinsdóttir og Guðríður Guðjónsdóttir. þurfum að mörgu leyti að eiga frum- kvæðið." — Hefði þiglangaðtil þessaðvera strákur? „Nei, það hefur aldrei hvarflað að mér. Ég er mjög ánægð með mín hlutskipti þótt strákar fái svo til allt sem þeir biðja um." — Ræðið þið stelpurnar stundum um „helvítis strákana" sem fá allt? „Auðvitað gerum við það. Sem dæmi um það hversu mikið er gert hefur kvennalandsliðið sjaldan feng- ið á keppnisferðalögum. Ég man eftir einu skipti þegar við fengum 500 krónur á mann yfir daginn þegar við tókum þátt í C-keppninni 1988. Fyrir síðustu Ólympíuleika fengu strákarn- ir 50.000 á mánuði frá HSÍ, hver fyrir sig, fyrir það að æfa tvisvar á dag og að auki fengu þeir greitt vinnutap. Þetta er að mínu mati rétta leiðin til þess að ná góðum árangri en það verður jafnt yfir alla að ganga. Eða í 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.