Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 46

Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 46
í góðra vina hópi — saumaklúbbi, eins og glöggt má sjá! Frá vinstri: Gurrý, Stína, Magga, Jenný, Ella, Dóra spákona, Jóhanna, Gauja, Kolla, Bára. það minnsta að sýna einhvern lit þegar við stelpurnar eigum í hlut." — Hefur einhver kvenmaður átt skilið, að þínu mati, að vera kjörin Iþróttamaður ársins síðan mamma þín var kjörin árið 1964? „Já, Ragnheiður Runólfsdóttir. En samt á ég erfitt með að segja til um hvenær hún hefur átt það skilið. Ég var sammála því að Alfreð Gíslason skyldi hljóta titilinn árið 1989 en mér fannstóþarfi að hafa þrjá handbolta- menn íþremurefstu sætunum. Ragn- heiður hefði þá áttskilið að hafna í 2. sæti. Mérfannst þaðfrábærtað Kolla, markvörðurinn okkar, skyldi hafna í 8. sæti fyrir árið 1990 og er það í fyrsta skipti síðan mamma var kjörin að handboltakona nær að komast í hóp 10 efstu. Mérfinnst það líka und- arlegt að kvenmaður skuli aldrei komatil greina þegar HSÍvelur hand- knattleiksmann ársins. Það hefur engin kona hlotið slíka viðurkenn- ingu en samt hefur meistaraflokkur Fram verið með yfirburðalið í hálfan annan áratug. Á hinum Norðurlönd- unum er valinn handknattleiksmaður ársins og sömuleiðis handknattleiks- kona ársins. Þannig ætti það líka að vera hér á landi, að mínu mati." — Ef við vendum okkar kvæði í kross, leggjum jafnréttismálum til hliðar og forvitnumst aðeins um hvernig Gurrý er þegar handboltinn er hvergi nærri? „Mér þykir mjög þægilegt að vera heima í rólegheitum. Ég er mikil búkonaímér, efsvomáaðorði kom- ast, þykir gaman að vera húsmóðir. Ég er mikil matmanneskja og enn hefur mér ekki tekist að finna mat sem mér þykir vondur. Ég tek slátur, býtil rúllupylsur, kæfu og sviðasultu, kaupi heilu skrokkana og set þá í kist- una. Þetta er mér að skapi. Mér þykir fuglakjöt gott og kunningi minn, sem er sjómaður, færir mér stundum svartfugl sem hefur komið í netin. Haukur er mikill veiðimaður og fá gæsir, rjúpur og svartfugl lítinn frið þegar hann er nærri. Áður en ég kynntist honum hafði ég aldrei borð- aðannaðfuglakjöten kjúkling. Stelp- urnar í Fram og landsliðinu hafa reynt hvað þær geta til þess að finna vondan mat handa mér þegar við er- um á keppnisferðalögum því þær vilja upplifa það að sjá mér þykja einhver matur vondur. Þeim hefur ekki enn tekist þetta." — Hvað finnst þér mikilvægast í lífin, Gurrý? „Fjölskyldan. Hún hlýtur að vera hverjum einstaklingi mikilvægust. Ef það er mikil ást og hlýja þar sem þú býrð geturðu ekki annað en verið hamingjusamur og ánægður með líf- ið." AFREKALISTI GUÐRÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR MEÐ MEISTARAFLOKKI: HANDBOLTI 12 íslandsmeistaratitlar með Fram: 1976-1977-1978-1979-1980-1984- 1985-1986-1987-1988-1989-1990. 9 bikarmeistaratitlar: 1978-1979-1980-1982-1984-1985-1986-1987-1990. 11 Reykjavíkurmeistaratitlar: 1976-1977-1978-1979-1980-1982-1984-1987-1988-1989-1990. 5 íslandsmeistaratitlar utanhúss: 1977-1978-1979-1980-1981. Gurrý á 398 meistaraflokksleiki að baki með Fram og hefur skorað nálægt 2320 mörkum. Hún hefur leikið 73 landsleiki (fyrir C- keppnina á Ítalíu). 1980 var Gurrý markahæst og valinn leikmaður íslandsmótsins. 1987 var hún kjörin besti sóknarleikmaðurinn. 1988 var hún markahæst og kjörin besti sóknarleikmaðurinn. 1990 var hún markahæst, kjörin besti sóknarleikmaðurinn og besti leikmaður íslandsmótsins. KNATTSPYRNA 4 sinnum íslandsmeistari með Breiöabliki: 1980-1981-1982-1983 3 sinnum bikarmeistari: 1981-1982-1983 2 sinnum sigurvegari á Bautamóti með Breiðabliki: 1981-1982 Gurrý lék fyrstu 7 landsleiki íslands í knattspyrnu. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.